Viðskipti innlent

Gera hlutina sjálf

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson. Saga Capital telur betra að taka sjálft við uppgjöri og greiðslumiðlun félagsins.
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson. Saga Capital telur betra að taka sjálft við uppgjöri og greiðslumiðlun félagsins.

„Við ákváðum að taka uppgjör og greiðslumiðlun inn til okkar sjálf. Það er hagkvæmara og því réðum við til okkar fleira starfsfólk," segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital. Fyrirtækið hefur ráðið til sín sex nýja starfsmenn á sama tíma og vinnumarkaðurinn er svo til botnfrosinn.

Starfsmennirnir hafa allir dágóða reynslu af fjármálaviðskiptum og vinna þessa dagana að þessum breytingum innan veggja Saga Capital.

Arion verðbréfavarsla, dótturfélag Kaupþings, sá um uppgjörin áður en sagði samningum upp við fjármálafyrirtækin um mitt síðasta ár. Uppsögnin var síðar dregin til baka og framlengd fram á mitt þetta ár, að sögn Guðrúnar Blöndal, framkvæmdastjóra Arion.

Þorvaldur segir uppsögnina hafa hvatt Saga Capital til að taka eigin mál inn í hús og hafi samningurinn við Arion því ekki verið endurnýjaður. „Við teljum okkur geta dregið úr kostnaði og veitt viðskiptavinum okkar betri þjónustu en áður," segir hann. - jab










Fleiri fréttir

Sjá meira


×