Herbert sigraði í hæstarétti - Málið rústaði hjónabandinu Sólmundur Hólm Sólmundarson skrifar 4. júní 2009 17:04 Herbert Guðmundsson hafði betur gegn húsfélaginu. „Mér finnst að réttlætið hafi unnið í þessu máli," segir Herbert Guðmundsson, söngstjarna. Hæstiréttur vísaði í dag máli húsfélagsins að Prestbakka 11-21 gegn Herberti og fyrrum konu hans, Svölu Guðbjörgu Jóhannesdóttur, frá héraðsdómi. Þá var húsfélagið dæmt til að greiða Herberti og frú 1200 þúsund krónur í málskostnað. Herbert íhugar skaðabótamál. Herbert segir málið hafa verið honum dýrkeypt og segist hafa verið beittur andlegu og fjárhagslegu ofbeldi í skjóli meirihlutavalds. „Þetta er búið að rústa hjónabandinu mínu," segir Herbert. „Hjónabandið fór útaf álagi sem þetta mál olli. Nú bý ég einn í raðhúsinu með strákunum mínum," segir hann og bætir við að sigurinn sé því „bitter-sweet" eða súrsætur. „Þetta er búið að kosta mig rosalega reikninga. Ég er með tveggja milljón króna reikning frá Sveini Andra og félögum eftir að þau töpuðu málinu í undirrétti," segir Herbert sem íhugar skaðabótamál gegn húsfélaginu. „Ég sit uppi með þvílíkar skuldir." Málið snérist um að Herbert og eiginkona hans neituðu að klæða þakið á raðhúsi sínu í Breiðholtinu. Nágrannar hans í raðhúsalengjunni voru hins vegar á því að aðgerðin í heild sinni væri nauðsynleg og stofnuðu húsfélag til að halda utan um framkvæmdina. Herbert benti á að ekkert væri að sínu þaki enda hefði hann látið gera við það nokkrum árum fyrr og því óþarfi að klæða það að nýju. Þetta staðfesti dómskvaddur matsmaður. Þar sem þökin á raðhúsalengjunni teljast til sameignar lenti hluti kostnaðar samt sem áður á Herberti, sem neitaði að borga sinn hluta og fór svo að lokum að nágrannarnir drógu hann fyrir rétt. Nágrannanarnir höfðu betur í héraði en í dag vísaði Hæstiréttur sem fyrr segir málinu frá héraði. Aðspurður hvort málið hafi verið þess virði, í ljósi þess að það hafi kostað hann konuna og gífurlegar fjárhæðir svaraði Herbert einlægur: „Já já. Ég er búinn að kynnast yndislegri konu. Vandamálin eru eldiviður framfaranna." Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
„Mér finnst að réttlætið hafi unnið í þessu máli," segir Herbert Guðmundsson, söngstjarna. Hæstiréttur vísaði í dag máli húsfélagsins að Prestbakka 11-21 gegn Herberti og fyrrum konu hans, Svölu Guðbjörgu Jóhannesdóttur, frá héraðsdómi. Þá var húsfélagið dæmt til að greiða Herberti og frú 1200 þúsund krónur í málskostnað. Herbert íhugar skaðabótamál. Herbert segir málið hafa verið honum dýrkeypt og segist hafa verið beittur andlegu og fjárhagslegu ofbeldi í skjóli meirihlutavalds. „Þetta er búið að rústa hjónabandinu mínu," segir Herbert. „Hjónabandið fór útaf álagi sem þetta mál olli. Nú bý ég einn í raðhúsinu með strákunum mínum," segir hann og bætir við að sigurinn sé því „bitter-sweet" eða súrsætur. „Þetta er búið að kosta mig rosalega reikninga. Ég er með tveggja milljón króna reikning frá Sveini Andra og félögum eftir að þau töpuðu málinu í undirrétti," segir Herbert sem íhugar skaðabótamál gegn húsfélaginu. „Ég sit uppi með þvílíkar skuldir." Málið snérist um að Herbert og eiginkona hans neituðu að klæða þakið á raðhúsi sínu í Breiðholtinu. Nágrannar hans í raðhúsalengjunni voru hins vegar á því að aðgerðin í heild sinni væri nauðsynleg og stofnuðu húsfélag til að halda utan um framkvæmdina. Herbert benti á að ekkert væri að sínu þaki enda hefði hann látið gera við það nokkrum árum fyrr og því óþarfi að klæða það að nýju. Þetta staðfesti dómskvaddur matsmaður. Þar sem þökin á raðhúsalengjunni teljast til sameignar lenti hluti kostnaðar samt sem áður á Herberti, sem neitaði að borga sinn hluta og fór svo að lokum að nágrannarnir drógu hann fyrir rétt. Nágrannanarnir höfðu betur í héraði en í dag vísaði Hæstiréttur sem fyrr segir málinu frá héraði. Aðspurður hvort málið hafi verið þess virði, í ljósi þess að það hafi kostað hann konuna og gífurlegar fjárhæðir svaraði Herbert einlægur: „Já já. Ég er búinn að kynnast yndislegri konu. Vandamálin eru eldiviður framfaranna."
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira