Herbert sigraði í hæstarétti - Málið rústaði hjónabandinu Sólmundur Hólm Sólmundarson skrifar 4. júní 2009 17:04 Herbert Guðmundsson hafði betur gegn húsfélaginu. „Mér finnst að réttlætið hafi unnið í þessu máli," segir Herbert Guðmundsson, söngstjarna. Hæstiréttur vísaði í dag máli húsfélagsins að Prestbakka 11-21 gegn Herberti og fyrrum konu hans, Svölu Guðbjörgu Jóhannesdóttur, frá héraðsdómi. Þá var húsfélagið dæmt til að greiða Herberti og frú 1200 þúsund krónur í málskostnað. Herbert íhugar skaðabótamál. Herbert segir málið hafa verið honum dýrkeypt og segist hafa verið beittur andlegu og fjárhagslegu ofbeldi í skjóli meirihlutavalds. „Þetta er búið að rústa hjónabandinu mínu," segir Herbert. „Hjónabandið fór útaf álagi sem þetta mál olli. Nú bý ég einn í raðhúsinu með strákunum mínum," segir hann og bætir við að sigurinn sé því „bitter-sweet" eða súrsætur. „Þetta er búið að kosta mig rosalega reikninga. Ég er með tveggja milljón króna reikning frá Sveini Andra og félögum eftir að þau töpuðu málinu í undirrétti," segir Herbert sem íhugar skaðabótamál gegn húsfélaginu. „Ég sit uppi með þvílíkar skuldir." Málið snérist um að Herbert og eiginkona hans neituðu að klæða þakið á raðhúsi sínu í Breiðholtinu. Nágrannar hans í raðhúsalengjunni voru hins vegar á því að aðgerðin í heild sinni væri nauðsynleg og stofnuðu húsfélag til að halda utan um framkvæmdina. Herbert benti á að ekkert væri að sínu þaki enda hefði hann látið gera við það nokkrum árum fyrr og því óþarfi að klæða það að nýju. Þetta staðfesti dómskvaddur matsmaður. Þar sem þökin á raðhúsalengjunni teljast til sameignar lenti hluti kostnaðar samt sem áður á Herberti, sem neitaði að borga sinn hluta og fór svo að lokum að nágrannarnir drógu hann fyrir rétt. Nágrannanarnir höfðu betur í héraði en í dag vísaði Hæstiréttur sem fyrr segir málinu frá héraði. Aðspurður hvort málið hafi verið þess virði, í ljósi þess að það hafi kostað hann konuna og gífurlegar fjárhæðir svaraði Herbert einlægur: „Já já. Ég er búinn að kynnast yndislegri konu. Vandamálin eru eldiviður framfaranna." Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira
„Mér finnst að réttlætið hafi unnið í þessu máli," segir Herbert Guðmundsson, söngstjarna. Hæstiréttur vísaði í dag máli húsfélagsins að Prestbakka 11-21 gegn Herberti og fyrrum konu hans, Svölu Guðbjörgu Jóhannesdóttur, frá héraðsdómi. Þá var húsfélagið dæmt til að greiða Herberti og frú 1200 þúsund krónur í málskostnað. Herbert íhugar skaðabótamál. Herbert segir málið hafa verið honum dýrkeypt og segist hafa verið beittur andlegu og fjárhagslegu ofbeldi í skjóli meirihlutavalds. „Þetta er búið að rústa hjónabandinu mínu," segir Herbert. „Hjónabandið fór útaf álagi sem þetta mál olli. Nú bý ég einn í raðhúsinu með strákunum mínum," segir hann og bætir við að sigurinn sé því „bitter-sweet" eða súrsætur. „Þetta er búið að kosta mig rosalega reikninga. Ég er með tveggja milljón króna reikning frá Sveini Andra og félögum eftir að þau töpuðu málinu í undirrétti," segir Herbert sem íhugar skaðabótamál gegn húsfélaginu. „Ég sit uppi með þvílíkar skuldir." Málið snérist um að Herbert og eiginkona hans neituðu að klæða þakið á raðhúsi sínu í Breiðholtinu. Nágrannar hans í raðhúsalengjunni voru hins vegar á því að aðgerðin í heild sinni væri nauðsynleg og stofnuðu húsfélag til að halda utan um framkvæmdina. Herbert benti á að ekkert væri að sínu þaki enda hefði hann látið gera við það nokkrum árum fyrr og því óþarfi að klæða það að nýju. Þetta staðfesti dómskvaddur matsmaður. Þar sem þökin á raðhúsalengjunni teljast til sameignar lenti hluti kostnaðar samt sem áður á Herberti, sem neitaði að borga sinn hluta og fór svo að lokum að nágrannarnir drógu hann fyrir rétt. Nágrannanarnir höfðu betur í héraði en í dag vísaði Hæstiréttur sem fyrr segir málinu frá héraði. Aðspurður hvort málið hafi verið þess virði, í ljósi þess að það hafi kostað hann konuna og gífurlegar fjárhæðir svaraði Herbert einlægur: „Já já. Ég er búinn að kynnast yndislegri konu. Vandamálin eru eldiviður framfaranna."
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira