Fótbolti

Ísland í fimmta styrkleikaflokki

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Íslenska landsliðið í knattspyrnu.
Íslenska landsliðið í knattspyrnu.
Ísland verður í fimmta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla í undankeppni EM 2012 þann 7. febrúar næstkomandi.

Þó svo að Englendingar hafi ekki komist í úrslitakeppni EM 2008 eru þeir engu að síður í efsta styrkleikaflokki ásamt sterkustu þjóðum álfunnar.

Liðunum er skipt í sex styrkleikaflokka en níu lið eru í hverjum flokki nema þeim sjötta. Í honum eru sex lið.

1. flokkur: Spánn, Þýskaland, Holland, Ítalía, England, Króatía, Portúgal, Frakkland og Rússland.

2. flokkur: Grikkland, Tékkland, Svíþjóð, Serbía, Tyrkland, Danmörk, Slóvakía, Rúmenía.

3. flokkur: Ísrael, Búlgaría, Finnland, Noregur, Írland, Skotland, Norður-Írland, Austurríki og Bosnía.

4. flokkur: Slóvenía, Lettland, Ungverjaland, Litháen, Hvíta-Rússland, Belgía, Wales, Makedónía og Kýpur.

5. flokkur: Svartfjallaland, Albanía, Eistland, Georgía, Moldóva, Ísland, Armenía, Kasakstan og Liechtenstein.

6. flokkur: Aserbaídsjan, Lúxemborg, Malta, Færeyjar, Andorra, San Marínó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×