Enski boltinn

Ferdinand líklega frá vegna meiðsla til áramóta

Ómar Þorgeirsson skrifar
Rio Ferdinand.
Rio Ferdinand. Nordic photos/AFP

Enski landsliðsmaðurinn Rio Ferdinand hjá Englandsmeisturum Manchester Untied getur líklega ekki spilað meira með liðinu á þessu ári að því er kemur fram í breskum fjölmiðlum í dag.

Hinn 31 árs gamli varnarmaður er meiddur í baki og honum hefur verið tjáð af sjúkraþjálfurum United að hann þurfi í það minnsta sex vikna hvíld og sjúkraþjálfun til viðbótar.

Einnig er gert ráð fyrir því að Ferdinand gangist undir nánari skoðun til þess að fá fyrir fullt og allt bót meina sinna.

Síðasti leikur Ferdinand með United áður en hann meiddist var tapleikurinn gegn Liverpool en í heildina er gert ráð fyrir að Ferdinand kunni að missa af fimmtán leikjum með United.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×