Baldur hefur fengið stöðu sakbornings 19. nóvember 2009 06:00 Baldur Guðlaugsson hefur nú réttarstöðu sakbornings hjá saksóknara. Vel á annað hundrað milljónir í hans eigu voru kyrrsettar í síðustu viku. Baldur á ríkan bótarétt komi í ljós að eignir hans hafi ekki verið kyrrsettar af nægri ástæðu. Lögreglumál Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri, er kominn með réttarstöðu sakbornings í rannsókn sérstaks saksóknara á sölu hans á bréfum í Landsbankanum. Vel á annað hundrað milljónir í hans eigu voru í síðustu viku kyrrsettar vegna rannsóknarinnar, en því úrræði er aðeins beitt gegn sakborningum í málum. Baldur er grunaður um að hafa búið yfir innherjaupplýsingum um stöðu Landsbankans þegar hann seldi bréf í bankanum fyrir vel á annað hundrað milljónir eftir miðjan september í fyrra. Hann var þá ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu. Bankarnir hrundu tæplega þremur vikum síðar. Nú hefur jafnvirði bréfanna verði kyrrsett. Baldur var færður til í starfi síðasta vor og gerður að ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu. Hann hætti síðan störfum þar um mánaðamótin eftir að sagt var frá því að sérstakur saksóknari hefði tekið mál hans til rannsóknar. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að í vikunni áður en Baldur tilkynnti að hann hygðist hætta störfum í menntamálaráðuneytinu hafi ráðuneytið grennslast fyrir um réttarstöðu hans. Hann hafi þá hvorki haft réttarstöðu grunaðs manns né sakbornings. Engu að síður varð það að samkomulagi milli hans og ráðherra að hann léti af störfum að eigin frumkvæði. Þetta hefur nú breyst, og Baldur fengið réttarstöðu sakbornings sem áður segir. Kyrrsetningin á eignum hans markar nokkur tíðindi, því þetta er í fyrsta sinn sem sérstakur saksóknari nýtir sér heimild sína til að kyrrsetja eignir sakborninga frá því að embættið var sett á laggirnar. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, staðfestir að heimildin hafi verið nýtt en vill ekki staðfesta að um mál Baldurs sé að ræða. Hann vill heldur ekki greina frá því hvort það voru fjármunir eða fasteignir sem voru kyrrsettar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er sakborningum í tilvikum sem þessum leyft að bjóða fram eignir sem kyrrsetja má, en þó séu fjármunir alltaf valdir fram yfir aðrar eignir. Ólafur segir að þeir sem kyrrsetningunni sé beint gegn eigi sterkan bótarétt komi í ljós að gerðin hafi ekki verið á rökum reist. „Og við höfum í þessari umræðu um kyrrsetningar vísað til þess að það sé ekki rokið í þær nema að vel athuguðu máli," segir hann. stigur@frettabladid.is Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Sjá meira
Lögreglumál Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri, er kominn með réttarstöðu sakbornings í rannsókn sérstaks saksóknara á sölu hans á bréfum í Landsbankanum. Vel á annað hundrað milljónir í hans eigu voru í síðustu viku kyrrsettar vegna rannsóknarinnar, en því úrræði er aðeins beitt gegn sakborningum í málum. Baldur er grunaður um að hafa búið yfir innherjaupplýsingum um stöðu Landsbankans þegar hann seldi bréf í bankanum fyrir vel á annað hundrað milljónir eftir miðjan september í fyrra. Hann var þá ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu. Bankarnir hrundu tæplega þremur vikum síðar. Nú hefur jafnvirði bréfanna verði kyrrsett. Baldur var færður til í starfi síðasta vor og gerður að ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu. Hann hætti síðan störfum þar um mánaðamótin eftir að sagt var frá því að sérstakur saksóknari hefði tekið mál hans til rannsóknar. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að í vikunni áður en Baldur tilkynnti að hann hygðist hætta störfum í menntamálaráðuneytinu hafi ráðuneytið grennslast fyrir um réttarstöðu hans. Hann hafi þá hvorki haft réttarstöðu grunaðs manns né sakbornings. Engu að síður varð það að samkomulagi milli hans og ráðherra að hann léti af störfum að eigin frumkvæði. Þetta hefur nú breyst, og Baldur fengið réttarstöðu sakbornings sem áður segir. Kyrrsetningin á eignum hans markar nokkur tíðindi, því þetta er í fyrsta sinn sem sérstakur saksóknari nýtir sér heimild sína til að kyrrsetja eignir sakborninga frá því að embættið var sett á laggirnar. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, staðfestir að heimildin hafi verið nýtt en vill ekki staðfesta að um mál Baldurs sé að ræða. Hann vill heldur ekki greina frá því hvort það voru fjármunir eða fasteignir sem voru kyrrsettar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er sakborningum í tilvikum sem þessum leyft að bjóða fram eignir sem kyrrsetja má, en þó séu fjármunir alltaf valdir fram yfir aðrar eignir. Ólafur segir að þeir sem kyrrsetningunni sé beint gegn eigi sterkan bótarétt komi í ljós að gerðin hafi ekki verið á rökum reist. „Og við höfum í þessari umræðu um kyrrsetningar vísað til þess að það sé ekki rokið í þær nema að vel athuguðu máli," segir hann. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Sjá meira