Fríhöfnin í Keflavík í klóm spillingarafla 9. desember 2009 04:45 Eftirsótt var að komast til starfa í Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli og úthlutuðu spilltir stjórnmálamenn stöðum þar á hverjum tíma. Myndir/Afmælisrit Fríhafnarinnar 1959-2009. „Lengi vel var það alþekkt að allir sem fengu vinnu í Fríhöfninni voru tengdir ákveðnum pólitískum flokkum, annaðhvort beint eða í gegnum fjölskyldumeðlimi,“ segir í fimmtíu ára afmælisriti Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli. Fríhöfnin varð fimmtíu ára í fyrra en afmælisritið er fyrst að koma út núna. Í blaðinu er gripið niður í sögu fyrirtækisins. Ein greinin ber yfirskriftina Pólitískar ráðningar og hefst á tilvitnuðu orðunum hér að framan. „Lengi framan af voru það tengingar í gegnum Alþýðuflokkinn og síðan réði Framsóknarflokkurinn ráðningum en það fór eftir því í hvaða flokki utanríkisráðherra var hverju sinni,“ segir í afmælisritinu um það hvað þurfti til að fá starf í Fríhöfninni. Mikið af starfsfólkinu er sagt hafi verið ráðið í sumarafleysingar, gjarnan nemar í Háskólanum. Vitnað er til samtals við starfsmann sem hafði starfað í nokkra mánuði þegar hann fékk heimsókn eitt kvöldið. Þar hafi verið mættur „virðingarverður maður“ að rukka félagsgjald í Félag ungra jafnaðarmanna í Keflavík. Starfsmaðurinn hafi neitað að borga. „Var hann þá spurður hvort hann væri ekki með vinnu í fríhöfninni og sagði síðan „þar eiga bara alþýðuflokksmenn að vinna,“ segir í Fríhafnarblaðinu. Annars staðar í afmælisblaðinu er fjallað um þjóðþekkta starfsmenn sem verið hafa hjá Fríhöfninni. Sértaklega er rætt við Sighvat Björgvinsson, fyrrverandi ráðherra og starfsmann í Fríhöfninni í tvö sumur. Segir að Sighvati hafi líkað starfið vel. „Unnið var á vöktum, en mikið var af aukavinnu og því höfðu menn góðar tekjur. Var starfið því algjört draumastarf hvað laun varðar fyrir ungan skólastrák,“ segir í blaðinu og bætt er við að stundum hafi verið svo mikið að gera hjá Sighvati að hann hafi fengi að gista í fjölbýlishúsi Fríhafnarinnar í stað þess að fara til Reykjavíkur þar sem hann bjó. Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar og ritstjóri afmælisblaðsins, segir í leiðara þess að ýmislegt hafi gengið á í pólískum afskiptum og sum mál verið bæði leiðinleg og erfið fyrir starfsfólkið. Með gleraugum nútímans væri auðvelt að dæma fortíðina. „En við gleymum að nú lifum við á tímum hins upplýsta samfélags þar sem slæmar venjur og vondir siðir þrífast ekki en voru hér áður samþykktir með þögninni.“ gar@frettabladid.is Afmælisritið Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Sjá meira
„Lengi vel var það alþekkt að allir sem fengu vinnu í Fríhöfninni voru tengdir ákveðnum pólitískum flokkum, annaðhvort beint eða í gegnum fjölskyldumeðlimi,“ segir í fimmtíu ára afmælisriti Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli. Fríhöfnin varð fimmtíu ára í fyrra en afmælisritið er fyrst að koma út núna. Í blaðinu er gripið niður í sögu fyrirtækisins. Ein greinin ber yfirskriftina Pólitískar ráðningar og hefst á tilvitnuðu orðunum hér að framan. „Lengi framan af voru það tengingar í gegnum Alþýðuflokkinn og síðan réði Framsóknarflokkurinn ráðningum en það fór eftir því í hvaða flokki utanríkisráðherra var hverju sinni,“ segir í afmælisritinu um það hvað þurfti til að fá starf í Fríhöfninni. Mikið af starfsfólkinu er sagt hafi verið ráðið í sumarafleysingar, gjarnan nemar í Háskólanum. Vitnað er til samtals við starfsmann sem hafði starfað í nokkra mánuði þegar hann fékk heimsókn eitt kvöldið. Þar hafi verið mættur „virðingarverður maður“ að rukka félagsgjald í Félag ungra jafnaðarmanna í Keflavík. Starfsmaðurinn hafi neitað að borga. „Var hann þá spurður hvort hann væri ekki með vinnu í fríhöfninni og sagði síðan „þar eiga bara alþýðuflokksmenn að vinna,“ segir í Fríhafnarblaðinu. Annars staðar í afmælisblaðinu er fjallað um þjóðþekkta starfsmenn sem verið hafa hjá Fríhöfninni. Sértaklega er rætt við Sighvat Björgvinsson, fyrrverandi ráðherra og starfsmann í Fríhöfninni í tvö sumur. Segir að Sighvati hafi líkað starfið vel. „Unnið var á vöktum, en mikið var af aukavinnu og því höfðu menn góðar tekjur. Var starfið því algjört draumastarf hvað laun varðar fyrir ungan skólastrák,“ segir í blaðinu og bætt er við að stundum hafi verið svo mikið að gera hjá Sighvati að hann hafi fengi að gista í fjölbýlishúsi Fríhafnarinnar í stað þess að fara til Reykjavíkur þar sem hann bjó. Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar og ritstjóri afmælisblaðsins, segir í leiðara þess að ýmislegt hafi gengið á í pólískum afskiptum og sum mál verið bæði leiðinleg og erfið fyrir starfsfólkið. Með gleraugum nútímans væri auðvelt að dæma fortíðina. „En við gleymum að nú lifum við á tímum hins upplýsta samfélags þar sem slæmar venjur og vondir siðir þrífast ekki en voru hér áður samþykktir með þögninni.“ gar@frettabladid.is Afmælisritið
Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Sjá meira