Heiðmerkurhrottar kærðir í dag 30. apríl 2009 09:51 Frá Heiðmörk. Mynd/Pjetur Stúlkurnar sem námu 15 ára stúlku á brott og börðu í Heiðmörk í gær verða kærðar í dag, segir Hrönn Óskarsdóttir, systir fórnarlambsins. Fjölskyldan hefur fengið afar sterk viðbrögð í kjölfar árásarinnar. Systir Hrannar var göbbuð upp í jeppabifreið við heimili sitt í gær undir þeim formerkjum að hún væri að fara að sættast við stúlku sem taldi sig eiga óuppgerðar sakir við hana. Skömmu síðar bættust sex aðrar stúlkur í bifreiðina við Suðurver. Því næst óku stúlkurnar með hana upp í Heiðmörk og gengu í skrokk á henni. Þar gengu tvær af stúlkunum hart fram og veittu systur Hrannar meðal annars höfuðhögg. Því næst var hún skilin eftir í Hafnarfirði og hótað lífláti kjaftaði hún frá. Jafnframt kröfðust þær þess að hún greiddi þeim 150 þúsund krónur í dag. Læknar telja að hurð hafi skollið nærri hælum, segir Hrönn. Ekki hefði þurft nema eitt högg á rangan stað sem hefði kostað systur hennar lífið.Átti erfitt með svefn í nótt Hrönn segir að eftir að fjölskyldan hafi gert grein fyrir árásinni á lögreglustöð hafi rannsóknarlögreglumaður haft samband. „Árásin verður kærð síðar í dag," segir Hrönn. Jafnframt verði systur hennar veitt áfallahjálp á Landspítalanum í dag. Hún hafi átt afar erfitt með svefn í nótt. „Við höfum fengið gríðarlega mikil og sterk viðbrögð. Síminn stoppar ekki og fólk á ekki orð yfir þessu," segir Hrönn. „Það þarf að stöðva svona ofbeldismenn." Fjölskyldan hefur vitneskju um að stúlkurnar, sem eru á aldrinum 16 til 17 ára, séu nemendur við Flensborgarskólann í Hafnarfirði og ætla Hrönn og faðir hennar að ræða við skólastjórnendur í dag. Tengdar fréttir Sjö stúlkur börðu 15 ára stúlku í Heiðmörk Farið var með 15 ára stúlku í Heiðmörk í dag þar sem hún var barin illa. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru árásarmennirnir hópur sjö stúlkna á aldrinum 16 til 17 ára og höfðu tvær þeirra sig hvað mest frammi. Fórnarlamið var skilið eftir við verslunarmiðstöð í Hafnarfirði. Hjá lögreglu fengust þær upplýsingar að rannsókn málsins væri á frumstigi. 29. apríl 2009 20:32 „Mamma þurfti eiginlega áfallahjálp“ Systir 15 ára stúlku sem var misþyrmt í Heiðmörk í dag af sjö stúlkum segir að móðir sín hafi nánast þurft áfallahjálp eftir að hafa sótt yngstu dóttur sína illa farna af barsmíðum í Hafnarfjörð. „Mamma þurfti eiginlega áfallahjálp eftir að hafa séð hana hana," segir Hrönn Óskarsdóttir, 32 ára gömul systir stúlkunnar sem varð fyrir árásinni. 29. apríl 2009 21:58 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Stúlkurnar sem námu 15 ára stúlku á brott og börðu í Heiðmörk í gær verða kærðar í dag, segir Hrönn Óskarsdóttir, systir fórnarlambsins. Fjölskyldan hefur fengið afar sterk viðbrögð í kjölfar árásarinnar. Systir Hrannar var göbbuð upp í jeppabifreið við heimili sitt í gær undir þeim formerkjum að hún væri að fara að sættast við stúlku sem taldi sig eiga óuppgerðar sakir við hana. Skömmu síðar bættust sex aðrar stúlkur í bifreiðina við Suðurver. Því næst óku stúlkurnar með hana upp í Heiðmörk og gengu í skrokk á henni. Þar gengu tvær af stúlkunum hart fram og veittu systur Hrannar meðal annars höfuðhögg. Því næst var hún skilin eftir í Hafnarfirði og hótað lífláti kjaftaði hún frá. Jafnframt kröfðust þær þess að hún greiddi þeim 150 þúsund krónur í dag. Læknar telja að hurð hafi skollið nærri hælum, segir Hrönn. Ekki hefði þurft nema eitt högg á rangan stað sem hefði kostað systur hennar lífið.Átti erfitt með svefn í nótt Hrönn segir að eftir að fjölskyldan hafi gert grein fyrir árásinni á lögreglustöð hafi rannsóknarlögreglumaður haft samband. „Árásin verður kærð síðar í dag," segir Hrönn. Jafnframt verði systur hennar veitt áfallahjálp á Landspítalanum í dag. Hún hafi átt afar erfitt með svefn í nótt. „Við höfum fengið gríðarlega mikil og sterk viðbrögð. Síminn stoppar ekki og fólk á ekki orð yfir þessu," segir Hrönn. „Það þarf að stöðva svona ofbeldismenn." Fjölskyldan hefur vitneskju um að stúlkurnar, sem eru á aldrinum 16 til 17 ára, séu nemendur við Flensborgarskólann í Hafnarfirði og ætla Hrönn og faðir hennar að ræða við skólastjórnendur í dag.
Tengdar fréttir Sjö stúlkur börðu 15 ára stúlku í Heiðmörk Farið var með 15 ára stúlku í Heiðmörk í dag þar sem hún var barin illa. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru árásarmennirnir hópur sjö stúlkna á aldrinum 16 til 17 ára og höfðu tvær þeirra sig hvað mest frammi. Fórnarlamið var skilið eftir við verslunarmiðstöð í Hafnarfirði. Hjá lögreglu fengust þær upplýsingar að rannsókn málsins væri á frumstigi. 29. apríl 2009 20:32 „Mamma þurfti eiginlega áfallahjálp“ Systir 15 ára stúlku sem var misþyrmt í Heiðmörk í dag af sjö stúlkum segir að móðir sín hafi nánast þurft áfallahjálp eftir að hafa sótt yngstu dóttur sína illa farna af barsmíðum í Hafnarfjörð. „Mamma þurfti eiginlega áfallahjálp eftir að hafa séð hana hana," segir Hrönn Óskarsdóttir, 32 ára gömul systir stúlkunnar sem varð fyrir árásinni. 29. apríl 2009 21:58 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Sjö stúlkur börðu 15 ára stúlku í Heiðmörk Farið var með 15 ára stúlku í Heiðmörk í dag þar sem hún var barin illa. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru árásarmennirnir hópur sjö stúlkna á aldrinum 16 til 17 ára og höfðu tvær þeirra sig hvað mest frammi. Fórnarlamið var skilið eftir við verslunarmiðstöð í Hafnarfirði. Hjá lögreglu fengust þær upplýsingar að rannsókn málsins væri á frumstigi. 29. apríl 2009 20:32
„Mamma þurfti eiginlega áfallahjálp“ Systir 15 ára stúlku sem var misþyrmt í Heiðmörk í dag af sjö stúlkum segir að móðir sín hafi nánast þurft áfallahjálp eftir að hafa sótt yngstu dóttur sína illa farna af barsmíðum í Hafnarfjörð. „Mamma þurfti eiginlega áfallahjálp eftir að hafa séð hana hana," segir Hrönn Óskarsdóttir, 32 ára gömul systir stúlkunnar sem varð fyrir árásinni. 29. apríl 2009 21:58