Viðskipti innlent

Enn lækkar afurðaverð

Fiski landað.
Fiski landað.

Verð á íslenskum sjávarafurðum lækkaði um 1,5 prósent í mars mælt í erlendri mynt og var þetta níundi mánuðurinn í röð sem verðið lækkar. Það er nú jafn hátt og í mars 2006, samkvæmt nýrri greiningu IFS.

Í greiningunni segir að verðlækkunin sé í takti við verðþróun á heimsvísu upp á síðkastið. Þótt verðið hafi lækkað mikið í erlendri mynt undanfarna mánuði sé það ekki lágt í sögulegu samhengi. Bent er á að vegna veikingar krónunnar er afurðaverð enn hátt í íslenskum krónum talið og því sé framlegt í sjávarútvegi góð.

IFS bætir við að erlendir kaupendur íslenskra sjávarafurða hafi lagt áherslu á að takmarka birgðir og því séu enn miklar birgðir af sjávarafurðum hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×