Brasilíski glæpamaðurinn flakkaði um Evrópu með vegabréf bróður síns 16. ágúst 2009 18:42 Brasilíumaður sem var handtekinn hér á landi fyrir helgi flakkaði um Evrópu með vegabréf bróður síns áður en hann var gómaður í Leifsstöð. Hann segir að íslenskum stjórnvöldum sé óheimilt að framselja sig til Brasilíu og vill pólitískt hæli á Íslandi. Hosmany Ramos er brasilískur strokufangi sem handtekinn var í Leifsstöð fyrir helgi eftir nokkra mánuði á flótta frá Brasilíu þar sem hann á enn eftir að afplána þunga dóma, meðal annars fyrir morð. Hosmany var með vegabréf bróður síns og hafði ferðast vítt og breitt um Evrópu áður en hann var handtekinn. Hann hefur nú óskað eftir að fá hæli hér á landi. Íslensk stjórnvöld standa því frammi fyrir tveimur valkostum. Að veita Hosmany hæli eða að verða við væntanlegri beiðni Brasilíumanna um að Hosmany verði framseldur. En þótt Hosmany sé dæmdur morðingi er ekki víst að það verði einfalt mál að framselja hann til Brasilíu. Í fyrsta lagi eru engir framsalssamningar á milli Íslands og Brasilíu. Í öðru lagi hafa mörg mannréttindasamtök haldið því fram að pyntingar sé stundaðar í fangelsum landsins. Íslenskum stjórnvöldum er lögum samkvæmt óheimilt að framselja menn, jafnvel morðingja, þangað sem þeirra eiga pyntingar yfir höfði sér, eða ómannúðlega meðferð. Það verður í dómsmálaráðuneytinu sem örlög Ramosar ráðast en lögfæðingar sem fréttastofa ræddi við í dag telja líklegast að hann verði framseldur til Brasilíu og verði látinn klára afplánun á dómnum sínum. Sjálfur bindur hann vonir við hið gagnstæða en hann vill hefja nýtt líf á íslandi. „Ég er viss um að ég geti komið að miklu gagni. Ég get kennt við háskólann,"segir Hosmany. Tengdar fréttir Brasilíski stórglæpamaðurinn var að koma frá Ósló Brasilíski stórglæpamaðurinn sem handtekinn var á Keflavíkurflugvelli þann 9. ágúst, var að koma frá Ósló og ætlaði því næst til Kanada. 14. ágúst 2009 11:52 Frægasti glæpamaður Brasilíu handtekinn á Íslandi Einn þekktasti glæpamaður Brasilíu, lýtalæknirinn Hosmany Ramos, situr nú í gæsluvarðhaldi á Íslandi en hann var tekinn með falskt vegabréf á Keflavíkurflugvelli þann 9. ágúst. Hann er eftirlýstur í Brasilíu eftir að hafa fengið heimfararleyfi yfir jólahátíðina síðustu og ekki snúið aftur. 14. ágúst 2009 10:07 Brasilíski glæpamaðurinn sækir um hæli á Íslandi Brasilíumaður sem handtekinn var á Leifsstöð fyrir helgi og er eftirlýstur fyrir margvíslega glæpi í heimlandi sínu, ætlar að fara fram á pólitískt hæli á Íslandi. Hann segist óttast um líf sitt í Brasilíu og biðlar til íslenskra stjórnvalda að sýna máli sýnu skilning. 15. ágúst 2009 18:37 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Sjá meira
Brasilíumaður sem var handtekinn hér á landi fyrir helgi flakkaði um Evrópu með vegabréf bróður síns áður en hann var gómaður í Leifsstöð. Hann segir að íslenskum stjórnvöldum sé óheimilt að framselja sig til Brasilíu og vill pólitískt hæli á Íslandi. Hosmany Ramos er brasilískur strokufangi sem handtekinn var í Leifsstöð fyrir helgi eftir nokkra mánuði á flótta frá Brasilíu þar sem hann á enn eftir að afplána þunga dóma, meðal annars fyrir morð. Hosmany var með vegabréf bróður síns og hafði ferðast vítt og breitt um Evrópu áður en hann var handtekinn. Hann hefur nú óskað eftir að fá hæli hér á landi. Íslensk stjórnvöld standa því frammi fyrir tveimur valkostum. Að veita Hosmany hæli eða að verða við væntanlegri beiðni Brasilíumanna um að Hosmany verði framseldur. En þótt Hosmany sé dæmdur morðingi er ekki víst að það verði einfalt mál að framselja hann til Brasilíu. Í fyrsta lagi eru engir framsalssamningar á milli Íslands og Brasilíu. Í öðru lagi hafa mörg mannréttindasamtök haldið því fram að pyntingar sé stundaðar í fangelsum landsins. Íslenskum stjórnvöldum er lögum samkvæmt óheimilt að framselja menn, jafnvel morðingja, þangað sem þeirra eiga pyntingar yfir höfði sér, eða ómannúðlega meðferð. Það verður í dómsmálaráðuneytinu sem örlög Ramosar ráðast en lögfæðingar sem fréttastofa ræddi við í dag telja líklegast að hann verði framseldur til Brasilíu og verði látinn klára afplánun á dómnum sínum. Sjálfur bindur hann vonir við hið gagnstæða en hann vill hefja nýtt líf á íslandi. „Ég er viss um að ég geti komið að miklu gagni. Ég get kennt við háskólann,"segir Hosmany.
Tengdar fréttir Brasilíski stórglæpamaðurinn var að koma frá Ósló Brasilíski stórglæpamaðurinn sem handtekinn var á Keflavíkurflugvelli þann 9. ágúst, var að koma frá Ósló og ætlaði því næst til Kanada. 14. ágúst 2009 11:52 Frægasti glæpamaður Brasilíu handtekinn á Íslandi Einn þekktasti glæpamaður Brasilíu, lýtalæknirinn Hosmany Ramos, situr nú í gæsluvarðhaldi á Íslandi en hann var tekinn með falskt vegabréf á Keflavíkurflugvelli þann 9. ágúst. Hann er eftirlýstur í Brasilíu eftir að hafa fengið heimfararleyfi yfir jólahátíðina síðustu og ekki snúið aftur. 14. ágúst 2009 10:07 Brasilíski glæpamaðurinn sækir um hæli á Íslandi Brasilíumaður sem handtekinn var á Leifsstöð fyrir helgi og er eftirlýstur fyrir margvíslega glæpi í heimlandi sínu, ætlar að fara fram á pólitískt hæli á Íslandi. Hann segist óttast um líf sitt í Brasilíu og biðlar til íslenskra stjórnvalda að sýna máli sýnu skilning. 15. ágúst 2009 18:37 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Sjá meira
Brasilíski stórglæpamaðurinn var að koma frá Ósló Brasilíski stórglæpamaðurinn sem handtekinn var á Keflavíkurflugvelli þann 9. ágúst, var að koma frá Ósló og ætlaði því næst til Kanada. 14. ágúst 2009 11:52
Frægasti glæpamaður Brasilíu handtekinn á Íslandi Einn þekktasti glæpamaður Brasilíu, lýtalæknirinn Hosmany Ramos, situr nú í gæsluvarðhaldi á Íslandi en hann var tekinn með falskt vegabréf á Keflavíkurflugvelli þann 9. ágúst. Hann er eftirlýstur í Brasilíu eftir að hafa fengið heimfararleyfi yfir jólahátíðina síðustu og ekki snúið aftur. 14. ágúst 2009 10:07
Brasilíski glæpamaðurinn sækir um hæli á Íslandi Brasilíumaður sem handtekinn var á Leifsstöð fyrir helgi og er eftirlýstur fyrir margvíslega glæpi í heimlandi sínu, ætlar að fara fram á pólitískt hæli á Íslandi. Hann segist óttast um líf sitt í Brasilíu og biðlar til íslenskra stjórnvalda að sýna máli sýnu skilning. 15. ágúst 2009 18:37