Handbolti

Stefán Baldvin: Vissum að ekkert annað en sigur kæmi til greina

Ómar Þorgeirsson skrifar
Stefán Baldvin Stefánsson.
Stefán Baldvin Stefánsson. Mynd/Anton

„Þetta var allt annað líf, bæði fyrir mig og alla aðra í liðinu. Varnarleikurinn smalla og Maggi [Magnús Gunnar Einarsson] var virkilega góður og raunar voru allir að leggja sig fram og við uppskárum bara samkvæmt því," sagði Stefán Baldvin Stefánsson, hornamaður Fram, eftir frækinn níu marka sigur Fram gegn HK í N1-deild karla í kvöld.

Stefán Baldvin var markahæstur hjá Fram með sjö mörk. Stefán Baldvin segir að sigurinn hafi legið í loftinu.

„Að okkar mati var fyrsti leikurinn gegn Gróttu bara slys, í Stjörnuleiknum klúðruðum við þessum á einum slæmum leikkafla og það sama var uppi á teningnum gegn Haukum. Ég held að við höfum allir bara haft mikla trú á því að við gætum unnið leikinn. Þetta var upp á líf og dauða og við vissum að ekkert annað en sigur kæmi til greina og sem betur fer náðum við að landa þessu," sagði Stefán Baldvin ánægður.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×