Enski boltinn

Englendingar vilja Aaron Hunt í landsliðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aaron Hunt í leik með Werder Bremen.
Aaron Hunt í leik með Werder Bremen. Nordic Photos / Bongarts
Aaron Hunt, leikmaður Werder Bremen, er nú sagður hafa vakið athygli forráðamanna enska knattspyrnusambandsins sem vilja að hann spili með enska landsliðinu í framtíðinni.

Hunt er uppalinn í Þýskalandi en á enska móður. Hann hefur spilað með yngri landsliðum Þýskalands í alls 26 leikjum.

Hunt þykir afar efnilegur sóknarmaður og hefur skorað fimm mörk með Bremen á tímabilinu til þessa.

Enska knattspyrnusambandið fékk Owen Hargreaves til að spila með Englandi á sínum tíma en hann fæddist í Kanada og á velska móður. Hann hefði því getað valið um að spila með þremur landsliðum en valdi að lokum það enska.

Samkvæmt heimildum enskra fjölmiðla mun vera stutt í að Hunt verði valinn í A-landslið Þýskalands. Hunt er óheimilt að „skipta" um landslið eftir að hafa spilað A-landsleik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×