Enski boltinn

Gordon brjálaður út í Defoe

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Craig Gordon, markvörður Sunderland og skoska landsliðsins, er afar ósáttur við Jermain Defoe, framherja Tottenham.

Defoe fór mjög óvarlega í Gordon er lið þeirra mættust á dögunum og fyrir vikið handleggsbrotnaði markvörðurinn.

„Mér fannst þetta vera glórulaus leikur hjá Defoe og ég er enn á þeirri skoðun eftir að hafa séð atvikið í sjónvarpinu," sagði Gordon reiður.

„Það er vissulega alltaf hættulegt að kasta sér fyrir fætur framherja en Jermain hefði vel getað gert sitt til að afstýra þessu slysi."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×