Fótbolti

KSÍ selur áframhaldandi sjónvarpsrétt til Sportfive

NordicPhotos/GettyImages

Knattspyrnusamband Íslands hefur undirritað samning við markaðsfyrirtækið Sportfive um útsendinga- og markaðsrétti á íslenskri knattspyrnu á árunum 2012 til 2015.

Samningurinn nær yfir útsendingarrétt á leiki A-landsliðs karla og kvenna, U-21 árs liðs karla og leiki í úrvalsdeild og bikarkeppni karla og kvenna.

KSÍ hafði þegar gert hliðstæðan samning við Sportfive fyrir árin 2010-11. Í tilkynningu frá KSÍ kemur fram að samningar þessir gætu skilað knattspyrnuhreyfingunni allt að tveimur milljörðum í tekjur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×