Réttað yfir meintum höfuðpaur í Papeyjarsmygli utan Íslands? Helga Arnardóttir skrifar 20. júlí 2009 19:11 Hollendingurinn sem talinn er höfuðpaurinn í Papeyjarmálinu svokallaða gæti sloppið við réttarhald hér á landi verði frávísunarkrafa í máli hans samþykkt í Hæstarétti. Sleppi hann við réttarhald verður að öllum líkindum réttað yfir honum í Hollandi eða Belgíu. Sakborningarnir sex í einu umfangsmesta fíkniefnamáli hér á landi voru allir mættir í Héraðsdóm Reykjavíkur til að vera viðstaddir aðalmeðferð sem hefjast átti í dag. Hins vegar þurfti að fresta henni þar til búið er að taka fyrir frávísunarkröfu Ólafs Arnar Svanssonar verjanda Hollendingsins Peters Rabe. Ólafur telur brot hans ekki heyra undir íslenska refsilögsögu og því geti dómstólar hér á landi ekki tekið efnislega afstöðu í málinu. Í ákæru segir að Peter Rabe og Rúnar Þór Róbertsson hafi siglt með fíkniefnin á skútunni Sirtaki frá Belgíu 18. apríl síðastliðinn. Slöngubátur hafi svo mætt skútunni innan við 30 sjómílur suð austur af landinu. skammt frá Papey þar sem fíkniefnin voru flutt milli báta. Íslensk refsilögsaga nær 12 sjómílur frá landi og á íslenska ríkið réttað yfir hverjum þeim sem fremur lögbrot á því svæði. Í greinargerð Ólafs segir að engar sannanir séu fyrir því að Peter Rabe hafi komið inn fyrir íslenska landhelgi. Getgátur séu um að skipti fíkniefnanna hafi átt sér stað 30 sjómílur frá landi sem er um átján sjómílur fyrir utan íslenska landhelgi. Papeyjarmálið Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Hollendingurinn sem talinn er höfuðpaurinn í Papeyjarmálinu svokallaða gæti sloppið við réttarhald hér á landi verði frávísunarkrafa í máli hans samþykkt í Hæstarétti. Sleppi hann við réttarhald verður að öllum líkindum réttað yfir honum í Hollandi eða Belgíu. Sakborningarnir sex í einu umfangsmesta fíkniefnamáli hér á landi voru allir mættir í Héraðsdóm Reykjavíkur til að vera viðstaddir aðalmeðferð sem hefjast átti í dag. Hins vegar þurfti að fresta henni þar til búið er að taka fyrir frávísunarkröfu Ólafs Arnar Svanssonar verjanda Hollendingsins Peters Rabe. Ólafur telur brot hans ekki heyra undir íslenska refsilögsögu og því geti dómstólar hér á landi ekki tekið efnislega afstöðu í málinu. Í ákæru segir að Peter Rabe og Rúnar Þór Róbertsson hafi siglt með fíkniefnin á skútunni Sirtaki frá Belgíu 18. apríl síðastliðinn. Slöngubátur hafi svo mætt skútunni innan við 30 sjómílur suð austur af landinu. skammt frá Papey þar sem fíkniefnin voru flutt milli báta. Íslensk refsilögsaga nær 12 sjómílur frá landi og á íslenska ríkið réttað yfir hverjum þeim sem fremur lögbrot á því svæði. Í greinargerð Ólafs segir að engar sannanir séu fyrir því að Peter Rabe hafi komið inn fyrir íslenska landhelgi. Getgátur séu um að skipti fíkniefnanna hafi átt sér stað 30 sjómílur frá landi sem er um átján sjómílur fyrir utan íslenska landhelgi.
Papeyjarmálið Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira