Réttað yfir meintum höfuðpaur í Papeyjarsmygli utan Íslands? Helga Arnardóttir skrifar 20. júlí 2009 19:11 Hollendingurinn sem talinn er höfuðpaurinn í Papeyjarmálinu svokallaða gæti sloppið við réttarhald hér á landi verði frávísunarkrafa í máli hans samþykkt í Hæstarétti. Sleppi hann við réttarhald verður að öllum líkindum réttað yfir honum í Hollandi eða Belgíu. Sakborningarnir sex í einu umfangsmesta fíkniefnamáli hér á landi voru allir mættir í Héraðsdóm Reykjavíkur til að vera viðstaddir aðalmeðferð sem hefjast átti í dag. Hins vegar þurfti að fresta henni þar til búið er að taka fyrir frávísunarkröfu Ólafs Arnar Svanssonar verjanda Hollendingsins Peters Rabe. Ólafur telur brot hans ekki heyra undir íslenska refsilögsögu og því geti dómstólar hér á landi ekki tekið efnislega afstöðu í málinu. Í ákæru segir að Peter Rabe og Rúnar Þór Róbertsson hafi siglt með fíkniefnin á skútunni Sirtaki frá Belgíu 18. apríl síðastliðinn. Slöngubátur hafi svo mætt skútunni innan við 30 sjómílur suð austur af landinu. skammt frá Papey þar sem fíkniefnin voru flutt milli báta. Íslensk refsilögsaga nær 12 sjómílur frá landi og á íslenska ríkið réttað yfir hverjum þeim sem fremur lögbrot á því svæði. Í greinargerð Ólafs segir að engar sannanir séu fyrir því að Peter Rabe hafi komið inn fyrir íslenska landhelgi. Getgátur séu um að skipti fíkniefnanna hafi átt sér stað 30 sjómílur frá landi sem er um átján sjómílur fyrir utan íslenska landhelgi. Papeyjarmálið Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira
Hollendingurinn sem talinn er höfuðpaurinn í Papeyjarmálinu svokallaða gæti sloppið við réttarhald hér á landi verði frávísunarkrafa í máli hans samþykkt í Hæstarétti. Sleppi hann við réttarhald verður að öllum líkindum réttað yfir honum í Hollandi eða Belgíu. Sakborningarnir sex í einu umfangsmesta fíkniefnamáli hér á landi voru allir mættir í Héraðsdóm Reykjavíkur til að vera viðstaddir aðalmeðferð sem hefjast átti í dag. Hins vegar þurfti að fresta henni þar til búið er að taka fyrir frávísunarkröfu Ólafs Arnar Svanssonar verjanda Hollendingsins Peters Rabe. Ólafur telur brot hans ekki heyra undir íslenska refsilögsögu og því geti dómstólar hér á landi ekki tekið efnislega afstöðu í málinu. Í ákæru segir að Peter Rabe og Rúnar Þór Róbertsson hafi siglt með fíkniefnin á skútunni Sirtaki frá Belgíu 18. apríl síðastliðinn. Slöngubátur hafi svo mætt skútunni innan við 30 sjómílur suð austur af landinu. skammt frá Papey þar sem fíkniefnin voru flutt milli báta. Íslensk refsilögsaga nær 12 sjómílur frá landi og á íslenska ríkið réttað yfir hverjum þeim sem fremur lögbrot á því svæði. Í greinargerð Ólafs segir að engar sannanir séu fyrir því að Peter Rabe hafi komið inn fyrir íslenska landhelgi. Getgátur séu um að skipti fíkniefnanna hafi átt sér stað 30 sjómílur frá landi sem er um átján sjómílur fyrir utan íslenska landhelgi.
Papeyjarmálið Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira