Innlent

Innbrotsþjófur á fermingaraldri

Fjórtán ára piltur og annar nokkrum árum eldri voru handteknir undir morgun eftir að þeir brutust inn í Nýherja við Borgartún og stálu þaðan stórum flatskjá. Öryggisverðir sáu til þeirra og veittu þeim eftirför upp í Holtin, þar sem lögregla hljóp þá uppi eftir að þeir höfðu yfirgefið bílinn, sem þeir voru á. Stolnar númeraplötur voru á bílnum og sá eldri, sem ók honum, er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Verið er að kanna hvort þeir stálu bílnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×