Viðskipti erlent

Enn lækka markaðir á Wall Street

Hlutabréfavísitölur á Wall Street sveifluðust mjög mikið í dag enda hafa stjórnvöld í Bandaríkjunum ekki getað sannfært fjárfesta um að efnahagslífið sé á réttri leið. Svo fór þó að við lokun markaða lækkaði Dow Jones vísitalan um 0,55%, S&P lækkaði um 0,64% og Nasdaq lækkaði um 0,14%.

Ben Bernanke, seðlabankastjóri í Bandaríkjunum, sagði í ræðu sinni í fulltrúadeild bandaríska þingsins að efnahagsbatinn væri háður getu stjórnvalda til þess að koma stöðugleika á fjármálamarkaðina. Þrátt fyrir að stjórnvöld hafi dælt 30 milljörðum dala í AIG tryggingafélagið virðast fjárfestar hræddir um að stjórnvöldum sé ekki að miða áfram í þeirri viðleitni sinni að koma ró á markaðina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×