Innlent

Dómur endurbirtur: Nafn Björns Jörundar fjarlægt

Búið að endurbirta dóm en með þeirri breytingu að nafn Björns Jörundar hefur verið fjarlægt.
Búið að endurbirta dóm en með þeirri breytingu að nafn Björns Jörundar hefur verið fjarlægt.

Dómurinn yfir Þorvarði Davíð Ólafssyni hefur verið birtur aftur á vefsíðu Héraðsdóms Reykjavíkur, en hann var fjarlægður af vefnum fyrr í dag. Í dómnum mátti lesa nákvæmt endurrit samtals Björns Jörundar Friðbjörnssonar við Þorvarð sem fíkniefnadeild lögreglunnar hleraði.

Nú hefur dóminn verið birtur á ný, þó með þeirri breytingu, að nafn Björns og annarra einstaklinga sem voru hleraðir, hafa verið fjarlægð. Þó má enn lesa samtölin í heild sinni.

Þess má geta að nafnleynd í dómsorðum á yfirleitt við í kynferðisbrotum.

Dóminn má lesa í heild sinni hér.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×