Innlent

Dómur yfir kókaínsala hvarf

Dómur yfir kókaínsala sem átti í samskiptum við Idoldómarann Björn Jörund hvarf. Unnið er að því að setja dóminn aftur inn.
Dómur yfir kókaínsala sem átti í samskiptum við Idoldómarann Björn Jörund hvarf. Unnið er að því að setja dóminn aftur inn.

Dómur sem féll yfir Þorvarði Davíði Ólafssyni og birtist á vef héraðsdóma datt út af vefnum. Eins og Vísir greindi frá þá mátti finna þar endurrit af samtölum Þorvarðar við einstaklinga og þar á meðal Idoldómarann Björn Jörund Friðbjörnsson.

Þorvarður var dæmdur fyrir fíkniefnasölu auk líkamsárása og vopnalagabrot.

Þegar haft var samband við Héraðsdóm Reykjavíkur og spurst fyrir hversvegna dóminn vantaði fengust þau svör að hann hefði dottið út af tæknilegum ástæðum. Unnið væri í því að setja hann aftur inn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×