Idoldómari flæktur í kókaínmál Valur Grettisson skrifar 18. febrúar 2009 13:09 Björn Jörundur hugsar um einar. Fíkniefnasalinn Þorvarður Davíð Ólafsson var dæmdur í átján mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir tvær líkamsárásir og fíkniefnasölu. Fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hljóðritaði samtöl Þorvarðs við meinta viðskiptavini sína og eru þau birt óritskoðuð í dómnum. Þar má meðal annars finnna samræður Þorvarðar Davíðs við tónlistarmanninn og Idoldómarann Björn Jörund Friðbjörnsson sem áttu sér stað frá tímabilinu 19. apríl til 26. maí á síðasta ári. Endurrit liggja fyrir af nokkrum símtölum milli og Björns Jörundar sem er kallaður (B) og Þorvarðar, er áttu sér stað á tímabilinu frá 19. apríl til 26. maí 2008. Þannig segir eftirfarandi í símtali þeirra 24. apríl: B: „Mér áskotnaðist miði fyrir einn." Ákærði: „Já heyrðu þú getur alveg rölt við, ég er hérna heima." B: „Ókei." Í símtali þeirra 13. maí er eftirfarandi samtal: Ákærði: „Hæ, heyrðu var þetta ekki bara ás?" B: „Eee, eða tveir ef hægt, það ekkert mál sko." Ákærði: „Það er bara tólf sko. Bara tólf kall." B: „Ertu kominn eða?" Ákærði: „Nei, nei, það er bara tólf, tólfþúsundkall. Eruð þið tveir, eða hvað?" B: „Já, já." Þá segir í símtali þeirra 22. maí kl. 00.24: B: „Hæ, ertu nokkuð á ferðinni ennþá?" Ákærði: „Eee, ég gæti rúllað á þig fljótlega." B: „Ég ætlaði að fá hinn þarna félagann." Ákærði: „Já." B: „Tvíburabróðirinn." Ákærði: „Ókei." Loks eru eftirfarandi samtöl hinn 30. maí, kl. 23.09: Ákærði: „Ég hoppa bara, ég hoppa bara út, hvað varstu að hugsa um?" B: „Bara einar." Ákærði: „Ekki málið." B: „Heyrðu, ég labba þá niður, ég verð kominn eftir fimm mínútur." Og í símtali mínútu síðar heyrist: Ákærði: „Hæ." B: „Hæ, heyrðu, höfum þá tvo, því ég er með félaga mína og þeir klára þetta allt." Ákærði: „Ókei." Þegar haft var samband við Björn neitaði hann að um fíkniefnaviðskipti hefði verið að ræða. Hann sagðist hafa verið yfirheyrður vegna málsins, en taldi það ekki hafa neina eftirmála. Aðspurður sagðist hann þekkja Þorvarð án þess að vilja tilgreina með hvaða hætti þeir þekktust. Til hliðsjónar af samtölum Þorvarðar Davíðs við Björn og fleiri einstaklinga, var hann dæmdur fyrir kókaínsölu. Ekki þótti sannað að aðrar tegundir fíkniefna sem fundust við húsleit heima hjá honum, hafi verið ætlaðar til sölu. Þorvarður var síðan dæmdur fyrir að hafa slegið konu á síðasta ári og að auki sparkað í bringu hennar með því að hafa beitt svokölluðu „hringsparki". Þá var einnig dæmdur fyrir að sparka í klof manns við samlokukæli í 10-11 í miðborg Reykjavíkur. Að lokum var Þorvarður dæmdur fyrir að aka undir áhrifum lyfja. Alls fékk Þorvarður 15 mánaða fangelsi til frádráttar komi gæsluvarðhald sem ákærði sætti frá 31. maí til 6. júní 2008. Þá var Þorvarður sviptur ökuleyfi ævilangt. Honum er gert að greiða fórnalambi sínu 324.700 krónur fyrir hringsparkið. Þá voru gerð upptæk 385,70 grömm af kókaíni, 9,71 grömm af amfetamíni, 8,83 grömm af hassi, 2,9 grömm af maríhúana og 1,29 grömm af tóbaksblönduðu kannabisefni, auk riffils, haglabyssu, gasvopns og 300.000 krónur í reiðufé. Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Fleiri fréttir Óttast að meirihlutinn muni vinna mikið tjón á fjárhag borgarinnar Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Sjá meira
Fíkniefnasalinn Þorvarður Davíð Ólafsson var dæmdur í átján mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir tvær líkamsárásir og fíkniefnasölu. Fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hljóðritaði samtöl Þorvarðs við meinta viðskiptavini sína og eru þau birt óritskoðuð í dómnum. Þar má meðal annars finnna samræður Þorvarðar Davíðs við tónlistarmanninn og Idoldómarann Björn Jörund Friðbjörnsson sem áttu sér stað frá tímabilinu 19. apríl til 26. maí á síðasta ári. Endurrit liggja fyrir af nokkrum símtölum milli og Björns Jörundar sem er kallaður (B) og Þorvarðar, er áttu sér stað á tímabilinu frá 19. apríl til 26. maí 2008. Þannig segir eftirfarandi í símtali þeirra 24. apríl: B: „Mér áskotnaðist miði fyrir einn." Ákærði: „Já heyrðu þú getur alveg rölt við, ég er hérna heima." B: „Ókei." Í símtali þeirra 13. maí er eftirfarandi samtal: Ákærði: „Hæ, heyrðu var þetta ekki bara ás?" B: „Eee, eða tveir ef hægt, það ekkert mál sko." Ákærði: „Það er bara tólf sko. Bara tólf kall." B: „Ertu kominn eða?" Ákærði: „Nei, nei, það er bara tólf, tólfþúsundkall. Eruð þið tveir, eða hvað?" B: „Já, já." Þá segir í símtali þeirra 22. maí kl. 00.24: B: „Hæ, ertu nokkuð á ferðinni ennþá?" Ákærði: „Eee, ég gæti rúllað á þig fljótlega." B: „Ég ætlaði að fá hinn þarna félagann." Ákærði: „Já." B: „Tvíburabróðirinn." Ákærði: „Ókei." Loks eru eftirfarandi samtöl hinn 30. maí, kl. 23.09: Ákærði: „Ég hoppa bara, ég hoppa bara út, hvað varstu að hugsa um?" B: „Bara einar." Ákærði: „Ekki málið." B: „Heyrðu, ég labba þá niður, ég verð kominn eftir fimm mínútur." Og í símtali mínútu síðar heyrist: Ákærði: „Hæ." B: „Hæ, heyrðu, höfum þá tvo, því ég er með félaga mína og þeir klára þetta allt." Ákærði: „Ókei." Þegar haft var samband við Björn neitaði hann að um fíkniefnaviðskipti hefði verið að ræða. Hann sagðist hafa verið yfirheyrður vegna málsins, en taldi það ekki hafa neina eftirmála. Aðspurður sagðist hann þekkja Þorvarð án þess að vilja tilgreina með hvaða hætti þeir þekktust. Til hliðsjónar af samtölum Þorvarðar Davíðs við Björn og fleiri einstaklinga, var hann dæmdur fyrir kókaínsölu. Ekki þótti sannað að aðrar tegundir fíkniefna sem fundust við húsleit heima hjá honum, hafi verið ætlaðar til sölu. Þorvarður var síðan dæmdur fyrir að hafa slegið konu á síðasta ári og að auki sparkað í bringu hennar með því að hafa beitt svokölluðu „hringsparki". Þá var einnig dæmdur fyrir að sparka í klof manns við samlokukæli í 10-11 í miðborg Reykjavíkur. Að lokum var Þorvarður dæmdur fyrir að aka undir áhrifum lyfja. Alls fékk Þorvarður 15 mánaða fangelsi til frádráttar komi gæsluvarðhald sem ákærði sætti frá 31. maí til 6. júní 2008. Þá var Þorvarður sviptur ökuleyfi ævilangt. Honum er gert að greiða fórnalambi sínu 324.700 krónur fyrir hringsparkið. Þá voru gerð upptæk 385,70 grömm af kókaíni, 9,71 grömm af amfetamíni, 8,83 grömm af hassi, 2,9 grömm af maríhúana og 1,29 grömm af tóbaksblönduðu kannabisefni, auk riffils, haglabyssu, gasvopns og 300.000 krónur í reiðufé.
Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Fleiri fréttir Óttast að meirihlutinn muni vinna mikið tjón á fjárhag borgarinnar Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Sjá meira