Sækist ekki eftir endurkjöri - vill sjá uppstokkun 18. febrúar 2009 20:11 Gunnar Svavarsson Gunnar Svavarsson, formaður fjárlaganefndar, sækist ekki eftir endurkjöri í komandi kosningum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Gunnari nú í kvöld. Hann segir atburði síðustu mánaða og vikna kalla fram uppgjör í stjórnmálum og víðtæka umræðu um uppstokkun og aukið lýðræði. „Við þessar aðstæður er eðlilegt að við sem nú sitjum á þingi, hvort heldur í lengri eða skemmri tíma, speglum okkur í umræðunni, frekar en okkur sjálfum og reynum eftir fremsta megni að hlusta á skilaboð þjóðarinnar. Kallað hefur verið eftir því að við stígum til hliðar og gerum mögulega nauðsynlega endurnýjun í stjórnmálunum. Þrátt fyrir að hafa aðeins setið 2 ár á Alþingi, hef ég hlustað ítarlega á þessa umræðu og tekið hana á ríkan hátt til mín," segir Gunnar í yfirlýsingunni. „Í ljósi þessa, m.a. til þess að skapa svigrúm fyrir nauðsynlega endurnýjun í efstu sætum framboðslistans hef ég ákveðið að sækjast ekki eftir endurkjöri í komandi Alþingiskosningum. Ég tek þessa ákvörðun í sátt við alla þá sem ég hef starfað með í öllum stjórnmálaflokkum, um leið og ég þakka þann mikla stuðning og hvatningu sem ég hef jafnan fundið fyrir." Hann segir það ennfremur hafa verið forréttindi að hafa verið trúað fyrir starfi alþingismannsins og vill þakka stuðningsmönnum í kjördæminu sem valið hafa sig sem fulltrúa sinn á Alþingi innilega fyrir traustið, ekki hvað síst Hafnfirðingum. „Ég er einnig þakklátur þing- og samstarfsflokkum á Alþingi fyrir að hafa valið mig til mikilvægra embætta s.s. formanns fjárlaganefndar. Þar hef ég leyft ólíkum sjónarmiðum að njóta sín og reynt að draga fram það besta fram hjá öllum nefndarmönnum, en einkar gott starf hefur verið unnið í fjárlaganefndinni við erfiðar aðstæður. Það er með þakklæti og virðingu fyrir þeim störfum og embættum sem ég hef gegnt að ég kveð Alþingi á vori komandi. Samstarf við starfsfólk og annað samferðarfólk hefur alla jafnan verið með ágætum og hefur starfsfólk Alþingis unnið þrekvirki á umliðnum mánuðum við erfiðar aðstæður, ekki hvað síst þingverðir og starfsfólk nefndarsviðs. Síðast en ekki síst vil ég ítreka þakkir til handa flokksmanna Samfylkingarinnar fyrir ánægjulegt samstarf og stuðning í tengslum við þingstörfin." Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Gunnar Svavarsson, formaður fjárlaganefndar, sækist ekki eftir endurkjöri í komandi kosningum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Gunnari nú í kvöld. Hann segir atburði síðustu mánaða og vikna kalla fram uppgjör í stjórnmálum og víðtæka umræðu um uppstokkun og aukið lýðræði. „Við þessar aðstæður er eðlilegt að við sem nú sitjum á þingi, hvort heldur í lengri eða skemmri tíma, speglum okkur í umræðunni, frekar en okkur sjálfum og reynum eftir fremsta megni að hlusta á skilaboð þjóðarinnar. Kallað hefur verið eftir því að við stígum til hliðar og gerum mögulega nauðsynlega endurnýjun í stjórnmálunum. Þrátt fyrir að hafa aðeins setið 2 ár á Alþingi, hef ég hlustað ítarlega á þessa umræðu og tekið hana á ríkan hátt til mín," segir Gunnar í yfirlýsingunni. „Í ljósi þessa, m.a. til þess að skapa svigrúm fyrir nauðsynlega endurnýjun í efstu sætum framboðslistans hef ég ákveðið að sækjast ekki eftir endurkjöri í komandi Alþingiskosningum. Ég tek þessa ákvörðun í sátt við alla þá sem ég hef starfað með í öllum stjórnmálaflokkum, um leið og ég þakka þann mikla stuðning og hvatningu sem ég hef jafnan fundið fyrir." Hann segir það ennfremur hafa verið forréttindi að hafa verið trúað fyrir starfi alþingismannsins og vill þakka stuðningsmönnum í kjördæminu sem valið hafa sig sem fulltrúa sinn á Alþingi innilega fyrir traustið, ekki hvað síst Hafnfirðingum. „Ég er einnig þakklátur þing- og samstarfsflokkum á Alþingi fyrir að hafa valið mig til mikilvægra embætta s.s. formanns fjárlaganefndar. Þar hef ég leyft ólíkum sjónarmiðum að njóta sín og reynt að draga fram það besta fram hjá öllum nefndarmönnum, en einkar gott starf hefur verið unnið í fjárlaganefndinni við erfiðar aðstæður. Það er með þakklæti og virðingu fyrir þeim störfum og embættum sem ég hef gegnt að ég kveð Alþingi á vori komandi. Samstarf við starfsfólk og annað samferðarfólk hefur alla jafnan verið með ágætum og hefur starfsfólk Alþingis unnið þrekvirki á umliðnum mánuðum við erfiðar aðstæður, ekki hvað síst þingverðir og starfsfólk nefndarsviðs. Síðast en ekki síst vil ég ítreka þakkir til handa flokksmanna Samfylkingarinnar fyrir ánægjulegt samstarf og stuðning í tengslum við þingstörfin."
Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira