Sækist ekki eftir endurkjöri - vill sjá uppstokkun 18. febrúar 2009 20:11 Gunnar Svavarsson Gunnar Svavarsson, formaður fjárlaganefndar, sækist ekki eftir endurkjöri í komandi kosningum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Gunnari nú í kvöld. Hann segir atburði síðustu mánaða og vikna kalla fram uppgjör í stjórnmálum og víðtæka umræðu um uppstokkun og aukið lýðræði. „Við þessar aðstæður er eðlilegt að við sem nú sitjum á þingi, hvort heldur í lengri eða skemmri tíma, speglum okkur í umræðunni, frekar en okkur sjálfum og reynum eftir fremsta megni að hlusta á skilaboð þjóðarinnar. Kallað hefur verið eftir því að við stígum til hliðar og gerum mögulega nauðsynlega endurnýjun í stjórnmálunum. Þrátt fyrir að hafa aðeins setið 2 ár á Alþingi, hef ég hlustað ítarlega á þessa umræðu og tekið hana á ríkan hátt til mín," segir Gunnar í yfirlýsingunni. „Í ljósi þessa, m.a. til þess að skapa svigrúm fyrir nauðsynlega endurnýjun í efstu sætum framboðslistans hef ég ákveðið að sækjast ekki eftir endurkjöri í komandi Alþingiskosningum. Ég tek þessa ákvörðun í sátt við alla þá sem ég hef starfað með í öllum stjórnmálaflokkum, um leið og ég þakka þann mikla stuðning og hvatningu sem ég hef jafnan fundið fyrir." Hann segir það ennfremur hafa verið forréttindi að hafa verið trúað fyrir starfi alþingismannsins og vill þakka stuðningsmönnum í kjördæminu sem valið hafa sig sem fulltrúa sinn á Alþingi innilega fyrir traustið, ekki hvað síst Hafnfirðingum. „Ég er einnig þakklátur þing- og samstarfsflokkum á Alþingi fyrir að hafa valið mig til mikilvægra embætta s.s. formanns fjárlaganefndar. Þar hef ég leyft ólíkum sjónarmiðum að njóta sín og reynt að draga fram það besta fram hjá öllum nefndarmönnum, en einkar gott starf hefur verið unnið í fjárlaganefndinni við erfiðar aðstæður. Það er með þakklæti og virðingu fyrir þeim störfum og embættum sem ég hef gegnt að ég kveð Alþingi á vori komandi. Samstarf við starfsfólk og annað samferðarfólk hefur alla jafnan verið með ágætum og hefur starfsfólk Alþingis unnið þrekvirki á umliðnum mánuðum við erfiðar aðstæður, ekki hvað síst þingverðir og starfsfólk nefndarsviðs. Síðast en ekki síst vil ég ítreka þakkir til handa flokksmanna Samfylkingarinnar fyrir ánægjulegt samstarf og stuðning í tengslum við þingstörfin." Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira
Gunnar Svavarsson, formaður fjárlaganefndar, sækist ekki eftir endurkjöri í komandi kosningum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Gunnari nú í kvöld. Hann segir atburði síðustu mánaða og vikna kalla fram uppgjör í stjórnmálum og víðtæka umræðu um uppstokkun og aukið lýðræði. „Við þessar aðstæður er eðlilegt að við sem nú sitjum á þingi, hvort heldur í lengri eða skemmri tíma, speglum okkur í umræðunni, frekar en okkur sjálfum og reynum eftir fremsta megni að hlusta á skilaboð þjóðarinnar. Kallað hefur verið eftir því að við stígum til hliðar og gerum mögulega nauðsynlega endurnýjun í stjórnmálunum. Þrátt fyrir að hafa aðeins setið 2 ár á Alþingi, hef ég hlustað ítarlega á þessa umræðu og tekið hana á ríkan hátt til mín," segir Gunnar í yfirlýsingunni. „Í ljósi þessa, m.a. til þess að skapa svigrúm fyrir nauðsynlega endurnýjun í efstu sætum framboðslistans hef ég ákveðið að sækjast ekki eftir endurkjöri í komandi Alþingiskosningum. Ég tek þessa ákvörðun í sátt við alla þá sem ég hef starfað með í öllum stjórnmálaflokkum, um leið og ég þakka þann mikla stuðning og hvatningu sem ég hef jafnan fundið fyrir." Hann segir það ennfremur hafa verið forréttindi að hafa verið trúað fyrir starfi alþingismannsins og vill þakka stuðningsmönnum í kjördæminu sem valið hafa sig sem fulltrúa sinn á Alþingi innilega fyrir traustið, ekki hvað síst Hafnfirðingum. „Ég er einnig þakklátur þing- og samstarfsflokkum á Alþingi fyrir að hafa valið mig til mikilvægra embætta s.s. formanns fjárlaganefndar. Þar hef ég leyft ólíkum sjónarmiðum að njóta sín og reynt að draga fram það besta fram hjá öllum nefndarmönnum, en einkar gott starf hefur verið unnið í fjárlaganefndinni við erfiðar aðstæður. Það er með þakklæti og virðingu fyrir þeim störfum og embættum sem ég hef gegnt að ég kveð Alþingi á vori komandi. Samstarf við starfsfólk og annað samferðarfólk hefur alla jafnan verið með ágætum og hefur starfsfólk Alþingis unnið þrekvirki á umliðnum mánuðum við erfiðar aðstæður, ekki hvað síst þingverðir og starfsfólk nefndarsviðs. Síðast en ekki síst vil ég ítreka þakkir til handa flokksmanna Samfylkingarinnar fyrir ánægjulegt samstarf og stuðning í tengslum við þingstörfin."
Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira