Dallas losar sig við Terrell Owens Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. mars 2009 13:20 Owens hefur lokið keppni í Dallas. Nordic Photos/Getty Images Jerry Jones, eigandi Dallas Cowboys, hefur ákveðið að losa sig við vandræðagemlinginn Terrell Owens. Jones segir það hafa verið nauðsynlegt liðsins vegna að losa sig við Owens. Nú geti liðið byrjað upp á nýtt. Owens var hjá Dallas-liðinu í þrjú ár. Spilaði oft á tíðum frábærlega en var jafn oft í blöðunum vegna misgáfulegra athafna utan vallar. Flestar af þeim fréttum snérust um viðhorf Owens til liðsins og leiksins en neikvæðni hans ku ekki hafa haft góð áhrif á hópinn. „Eftir tímabilið töluðum við um breytingar. Þessi ákvörðun var tekin með hagsmuni liðsins í huga. Nú munum við halda áfram með nýtt lið með nýju viðhorfi og á nýjum leikvangi," sagði Jones en Kúrekarnir hafa ekki unnið leik í úrslitakeppninni síðan 1996. Owens fór oft á tíðum á kostum með Cowboys og greip fleiri bolta fyrir snertimörkum en nokkur annar leikmaður í deildinni síðustu þrjú ár. Það er ekki síst honum að þakka að Tony Romo leikstjórnandi varð að stórstjörnu og fékk stóran samning. Þrátt fyrir það klikkaði liðið alltaf í úrslitakeppninni og nú var nóg komið að mati eigandans. Dallas hefur einnig losað sig við Adam „Pacman" Jones og Tank Johnson en þeir hafa báðir einnig verið í vandræðum utan vallar. Það er spurning hvað tekur við hjá hinum 35 ára gamla Owens. Dallas var hans þriðja lið á ferlinum en öll hans félög hafa losað sig við hann vegna neikvæðs viðhorfs. Frammistaðan hefur ekki skipt öllu. Erlendar Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Fleiri fréttir Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Sjá meira
Jerry Jones, eigandi Dallas Cowboys, hefur ákveðið að losa sig við vandræðagemlinginn Terrell Owens. Jones segir það hafa verið nauðsynlegt liðsins vegna að losa sig við Owens. Nú geti liðið byrjað upp á nýtt. Owens var hjá Dallas-liðinu í þrjú ár. Spilaði oft á tíðum frábærlega en var jafn oft í blöðunum vegna misgáfulegra athafna utan vallar. Flestar af þeim fréttum snérust um viðhorf Owens til liðsins og leiksins en neikvæðni hans ku ekki hafa haft góð áhrif á hópinn. „Eftir tímabilið töluðum við um breytingar. Þessi ákvörðun var tekin með hagsmuni liðsins í huga. Nú munum við halda áfram með nýtt lið með nýju viðhorfi og á nýjum leikvangi," sagði Jones en Kúrekarnir hafa ekki unnið leik í úrslitakeppninni síðan 1996. Owens fór oft á tíðum á kostum með Cowboys og greip fleiri bolta fyrir snertimörkum en nokkur annar leikmaður í deildinni síðustu þrjú ár. Það er ekki síst honum að þakka að Tony Romo leikstjórnandi varð að stórstjörnu og fékk stóran samning. Þrátt fyrir það klikkaði liðið alltaf í úrslitakeppninni og nú var nóg komið að mati eigandans. Dallas hefur einnig losað sig við Adam „Pacman" Jones og Tank Johnson en þeir hafa báðir einnig verið í vandræðum utan vallar. Það er spurning hvað tekur við hjá hinum 35 ára gamla Owens. Dallas var hans þriðja lið á ferlinum en öll hans félög hafa losað sig við hann vegna neikvæðs viðhorfs. Frammistaðan hefur ekki skipt öllu.
Erlendar Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Fleiri fréttir Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Sjá meira