Lífið

Borðuðu 40 pulsur í tilefni af 40 ára afmæli Menntaskólans við Sund

Anton Birkir Sigfússon skrifar
Atli, Kristófer, Halldór og Páll borða í tilefni af 40 ára afmæli MS
Atli, Kristófer, Halldór og Páll borða í tilefni af 40 ára afmæli MS
Menntskælingarnir Atli Örn Heiðberg, Kristófer Páll Lentz, Halldór Gunnarsson og Páll Bergþórsson tóku á honum stóra sínum síðastliðinn fimmtudag og borðuðu 10 pulsur hver á rúmum hálftíma í tilefni af 40 ára afmæli Menntaskólans við Sund. Það má með sanni segja að þeir hafi komist í sögubækur skólans með þessu afreki.

Atli Örn hafði þetta að segja um málið:

,,Við ákváðum að gera þetta fyrir samheldni skólans, eins og staðan er í dag eru efnahagsaðstæður í þjóðfélaginu ekki góðar. Við gerðum þetta svona aðallega til að komast í sögubækurnar og líka bara til að lyfta upp liðsandanum í skólanum. Mikil rannsóknarvinna fór fram um hvernig hægt væri að borða sem mest á sem stystum tíma áður en við gerðum þetta. Ég hef sjálfur verið í allskyns átkeppnum áður þannig að ég var ekkert að fara í þetta blindandi. Ég vil samt sem áður hrósa strákunum fyrir frábæra frammistöðu, enda er þetta í fyrsta skipti sem þeir upplifa eitthvað af þessu tagi.“



Þessi frétt er skrifuð af fulltrúa MS fyrir Skólalífið á Vísi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.