Lífið

Stjörnuskoðunarferð NFS: Krossá bleytti ferðalanga

Sigfús Jóhann Árnason skrifar
Stjörnuskoðunarferð NFS er afstaðin og voru nemendur hæstánægðir með helgina. Farið var til Þórsmerkur að þessu sinni og létu ferðalangar vel um sig fara í stórbrotinni náttúru Húsadals.

Hópurinn lagði af stað síðla föstudags í sérútbúnum rútubílum. ,,Ég verð að viðurkenna það, að ég missti örlítið þvag í hamagangnum í Krossá," segir Karl Daníel, einn ferðalanganna, en rúturnar þurftu að aka yfir ýmis fljót og ár til að komast á áfangastað.

Veðrið lék við nemendur að morgni laugardags og nutu þeir blíðunnar ýmist í að ganga á fjöll eða slaka á í heitri laug.

Nemendur skemmtu sér konunglega, enda allt til alls í Þórsmörk og getur hver fundið eitthvað við sitt hæfi.



Fréttin er skrifuð af fulltrúa FS fyrir Skólalífið á Vísi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.