Andri Fannar Stefánsson skoraði stórbrotið mark í sigri KA á Þór í nágrannaslagnum á Akureyri í kvöld. Hann smellhitti boltann þegar hann kom svífandi úr loftinu, þrumaði honum með ristinni í stöngina og inn, fjær. Andri er fæddur árið 1991 og er mikið efni. Hann var maður leiksins á vellinum í kvöld.
Andri skartaði bleikum skóm sem hann hefur notað í vetur og vor. „Þeir eru flottir," glotti Andri en vill alls ekki kenna þá við Nicklas Bentner, leikmann Arsenal, sem spilar einnig í bleikum skóm, enda er Andri harður stuðningsmaður Liverpool.
„Markið var klárlega bleikum skónum að þakka. Ég sá hann allan tímann inni," hélt Andri áfram. „Þessi sigur er nauðsynlegur fyrir framhaldið hjá okkur," sagði Andri og viðurkenndi að það væri sérstaklega sætt að vinna erkifjendurna í Þór.
„Það var liðsheildin og baráttan sem skóp þennan sigur. Það skiptir engu máli hvort liðið er betra í fótbolta í svona leikjum en mér fannst við betri allan leikinn. Miklu betri," sagði Andri sem kveður KA menn ætla að byggja á sætum sigri á Þór í kvöld.
Töframarkið klárlega bleiku skónum að þakka
Hjalti Þór Hreinsson skrifar

Mest lesið



Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa
Enski boltinn

„Gefur okkur mikið sjálfstraust“
Körfubolti

Þór ekki í teljandi vandræðum með Val
Körfubolti

Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum
Körfubolti


Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi
Körfubolti

Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn
Enski boltinn
