NBA í nótt: Anthony með 38 stig í sigri Denver Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. mars 2009 09:08 Carmelo Anthony í leiknum í gær. Nordic Photos / Getty Images Carmelo Anthony fór á kostum í sigri Denver á Portland í NBA-deildinni í nótt, 106-90, eftir að hafa tekið út leikbann í síðasta leik. Leikbannið fékk hann fyrir að neita að koma af velli þegar honum var skipt út af í leik um síðustu helgi. Hann passaði sig á því nú að endurtaka ekki þann leik og bókstaflega hljóp af velli þegar honum var skipt út af. „Ég er búinn að læra mína lexíu," sagði Anthony sem var reyndar ekki sáttur við að hafa misst af síðasta leik þar sem Denver tapaði fyrir Detroit á útivelli. Þegar skiptingin kom í nótt klöppuðu áhorfendur og George Karl, þjálfari Denver, brosti út í annað. „Mér fannst þetta nokkuð fyndið," sagði Karl. Myndbandsupptöku af atvikinu má sjá hér. Brandon Roy var með 22 stig fyrir Portland og LaMarcus Aldrige nítján en sigur Denver var nokkuð öruggur. Í hinum leik næturinnar vann New Orleans sigur á Dallas, 104-88. Chris Paul fór á kostum í leiknum í nótt og skoraði 27 stig og gaf fimmtán stoðsendingar. Áhorfendur og aðrir leikmenn trúðu svo varla eigin augum þegar hann rak boltann í gegnum fætur Jason Terry á fullri ferð áður en hann gaf boltann á Rasual Butler sem skoraði með troðslu, eins og sjá má hér. „Ótrúlegt. Þetta er eitthvað það allra flottasta sem ég hef séð á ævi minni og hann gerði þetta gegn NBA-leikmanni. Ég var á miðjum vellinum og bara stoppaði. Ég gat ekki klárað sóknina því ég hafði aldrei séð annað eins," sagði Tyson Chandler, liðsfélagi Paul. „Ég þurfti að hugsa fljótt," sagði Paul um atvikið. „Það var annað hvort að hlaupa í gegnum hann eða að kasta boltanum á milli fótanna hans og ná honum svo hinum megin. Ég hef gert þetta á æfingum áður og þetta var það eina sem mér datt í hug með svo skömmum fyrirvara." David West skoraði nítján stig og Butler átján. Dirk Nowitzky skoraði 27 stig fyrir Dallas og Jason Kidd þrettán. NBA Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu Sjá meira
Carmelo Anthony fór á kostum í sigri Denver á Portland í NBA-deildinni í nótt, 106-90, eftir að hafa tekið út leikbann í síðasta leik. Leikbannið fékk hann fyrir að neita að koma af velli þegar honum var skipt út af í leik um síðustu helgi. Hann passaði sig á því nú að endurtaka ekki þann leik og bókstaflega hljóp af velli þegar honum var skipt út af. „Ég er búinn að læra mína lexíu," sagði Anthony sem var reyndar ekki sáttur við að hafa misst af síðasta leik þar sem Denver tapaði fyrir Detroit á útivelli. Þegar skiptingin kom í nótt klöppuðu áhorfendur og George Karl, þjálfari Denver, brosti út í annað. „Mér fannst þetta nokkuð fyndið," sagði Karl. Myndbandsupptöku af atvikinu má sjá hér. Brandon Roy var með 22 stig fyrir Portland og LaMarcus Aldrige nítján en sigur Denver var nokkuð öruggur. Í hinum leik næturinnar vann New Orleans sigur á Dallas, 104-88. Chris Paul fór á kostum í leiknum í nótt og skoraði 27 stig og gaf fimmtán stoðsendingar. Áhorfendur og aðrir leikmenn trúðu svo varla eigin augum þegar hann rak boltann í gegnum fætur Jason Terry á fullri ferð áður en hann gaf boltann á Rasual Butler sem skoraði með troðslu, eins og sjá má hér. „Ótrúlegt. Þetta er eitthvað það allra flottasta sem ég hef séð á ævi minni og hann gerði þetta gegn NBA-leikmanni. Ég var á miðjum vellinum og bara stoppaði. Ég gat ekki klárað sóknina því ég hafði aldrei séð annað eins," sagði Tyson Chandler, liðsfélagi Paul. „Ég þurfti að hugsa fljótt," sagði Paul um atvikið. „Það var annað hvort að hlaupa í gegnum hann eða að kasta boltanum á milli fótanna hans og ná honum svo hinum megin. Ég hef gert þetta á æfingum áður og þetta var það eina sem mér datt í hug með svo skömmum fyrirvara." David West skoraði nítján stig og Butler átján. Dirk Nowitzky skoraði 27 stig fyrir Dallas og Jason Kidd þrettán.
NBA Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu Sjá meira