Formúla 1

Ecclestone heppinn að halda starfinu

Stjórnarmaður CVC sem á og rekur sjónvarps og mótaréttinn á Formúlu 1 segir að Bernie Ecclestone sé heppinn að hafa haldið starfinu, eftir ummæli þar sem hann mærði atorku Hitlers í liðinni viku. Sir Martin Sorell segir að í öllum öðrum fyrirtækjum hefði Ecclestone verið látinn fara.

Ecclestone nýtur mikillar sérstöðu í Formúlu 1 heiminum. Hann breytti íþrótt í iðnað fyrir mörgum áratugum með því að semja við sjónvarpsstöðvar um allan heim um myndréttinn. Fyrirtæki hans óx hratt og um tíma var hann þriðja ríkasti maður Bretlands.

"Mér fannst ummæli Ecclestone um Hitler hneyksli. Hann baðst afsökunar á þeim, en í öllum öðrum fyrirtækjum hefði Ecclestone verið rekinn", sagði Sorell. Rætt var um að breyta starfsheiti Ecclestone hjá CVC fyrirtækinu sem nú á réttinn sem Ecclestone átti, en seldi frá sér.

"Ecclestone verður áfram við stjórnvölinn um það er enginn vafi í dag", sagði Donald MacKenize, einn af stjórnarmönnum CVC. Innan fyrirtækisins hefur verið nokkur óánægja með deilur FIA og FOTA síðustu vikurnar, sem rýrir gildi Formúlu 1 sem markaðsvöru á ýmsan hátt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×