Barrichello runninn reiðin vegna taps 15. júlí 2009 08:38 Barrichello var eldheitur og reiður eftir kappaksturinn í Þýskalandi um síðustu helgi. mynd: kappakstur.is Brasilíunaðurinn Rubens Barrichello var æfur út í Brawn liðið eftir kappaksturinn á Nurburgring á sunnudaginn. Taldi að liðið hefði klúðrað málum, þannig að hann tapaðiu af sigurmöguleikanum. Barrichello var í hörkukeppni við Mark Webber lengi vel, en mistök í þjónustuhléi og önnur keppnisáætlun en önnur lið voru með varð til þess að hann endaði í sjötta sæti. Barrichello sagði í samtali við BBC á sunnudaginn að honum væri skapi næst að fljúga heim, eftir dæmalaust klúður Brawn manna og var mikið niðri fyrir. Hann sagðist engan áhuga hafa á að talla við tæknimenn liðsins og hlusta á blaður og afsakanir. "Mér var heitt í hamsi, en ég er kominn yfir það. Ég hefði aldrei getað unnið mótið og Red Bull bílarnir voru hálfri sekúndu fljótari í hring. Þriðja sætið hefði verið möguleiki ef þjónustuhléið hefði ekki klikkað. Ég mun berjast áfram og á möguleika á titlinum. Þetta var erfiður sunnudegur en hann er nú minning ein", sagði Barrichelllo um málið. Barrichello féll úr öðru sæti í stigamótinu í það fjórða eftir keppni helgarinnar sem Mark Webber vann á Red Bull. Stigastaðan í Formúlu 1 Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Brasilíunaðurinn Rubens Barrichello var æfur út í Brawn liðið eftir kappaksturinn á Nurburgring á sunnudaginn. Taldi að liðið hefði klúðrað málum, þannig að hann tapaðiu af sigurmöguleikanum. Barrichello var í hörkukeppni við Mark Webber lengi vel, en mistök í þjónustuhléi og önnur keppnisáætlun en önnur lið voru með varð til þess að hann endaði í sjötta sæti. Barrichello sagði í samtali við BBC á sunnudaginn að honum væri skapi næst að fljúga heim, eftir dæmalaust klúður Brawn manna og var mikið niðri fyrir. Hann sagðist engan áhuga hafa á að talla við tæknimenn liðsins og hlusta á blaður og afsakanir. "Mér var heitt í hamsi, en ég er kominn yfir það. Ég hefði aldrei getað unnið mótið og Red Bull bílarnir voru hálfri sekúndu fljótari í hring. Þriðja sætið hefði verið möguleiki ef þjónustuhléið hefði ekki klikkað. Ég mun berjast áfram og á möguleika á titlinum. Þetta var erfiður sunnudegur en hann er nú minning ein", sagði Barrichelllo um málið. Barrichello féll úr öðru sæti í stigamótinu í það fjórða eftir keppni helgarinnar sem Mark Webber vann á Red Bull. Stigastaðan í Formúlu 1
Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira