Innlent

Bjarni leiðir listann - Bryndís hvergi sjáanleg

Bjarni leiðir lista sjálfstæðismanna í Suðvesturkjördæmi. Listinn var samþykktur á fundi kjördæmaráðsins í kvöld.
Bjarni leiðir lista sjálfstæðismanna í Suðvesturkjördæmi. Listinn var samþykktur á fundi kjördæmaráðsins í kvöld.
Listi Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningar sem fram fara 25. apríl næstkomandi var samþykktur á fundi kjördæmaráðsins í Valhöll í kvöld. Bjarni Benediktsson alþingismaður leiðir listann og í öðru sæti er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir alþingismaður.



Efstu sætin eru annars skipuð eftirtöldum aðilum.

1. Bjarni Benediktsson

2. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

3. Ragnheiður Ríkharðsdóttir

4. Jón Gunnarsson

5. Óli Björn Kárason

6. Rósa Guðbjartsdóttir

7. Víðir Smári Petersen

8. Eva Magnúsdóttir

9. Haukur Þór Hauksson

Deilt um sæti Ármanns


Ármann Kr. Ólafsson sem hafnaði í 7. sæti í prófkjöri tók ekki sæti á listanum eins og kunnugt er. Bryndís Haraldsdóttir, sem hafnaði í áttunda sæti í prófkjöri lýsti því yfir að hún gæfi kost á sér í 7. sæti listans ellegar myndi hún ekki taka sæti á honum. Víðir Smári Petersen og Eva Magnúsdóttir sem skipa 7. og 8. sæti listans tóku ekki þátt í prófkjöri og var töluvert deilt á fundinum um þá ákvörðun kjörnefndar að setja þau á listann.




Tengdar fréttir

Bryndís vill sæti Ármanns

Bryndís Haraldsdóttir hefur farið fram á það við kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi að hún verði flutt upp í sjöunda sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir Alþingiskosningarnar í vor þar sem Ármann Kr. Ólafsson hefur ákveðið að taka ekki sæti á listanum. Að öðrum kosti hyggst hún ekki taka sæti á listanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×