Viðskipti innlent

Samkomulag um endurskoðun AGS um mánaðarmótin

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hefur náð samkomulagi við íslensk stjórnvöld um að endurskoðun sjóðsins á efnahagsáætluninni fyrir Íslandi muni ljúka um næstu mánaðarmót, það er í lok ágúst eða byrjun september.

Þetta kemur fram í frétt á Bloomberg fréttaveitunni sem vitnar í tölvupóst frá Poul Thomsen aðstoðarforstjóra Evrópudeildar AGS.

„Samkomulagið er nú til endurskoðunnar hjá starfsmönnum AGS og síðan þarf að leggja það fyrir stjórn sjóðsins til skoðunar og samþykktar," segir Thomsen í tölvupóstinum. „Stjórnarfundurinn gæti orðið fyrir lok ágúst eða í byrjun september."

Fyrrgreind endurskoðun átti að fara fram s.l. febrúar en hún er undanfari næstu lánveitingar frá AGS og jafnframt lána frá hinum Norðurlöndunum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×