Fyrrgreind endurskoðun átti að fara fram s.l. febrúar en hún er undanfari næstu lánveitingar frá AGS og jafnframt lána frá hinum Norðurlöndunum.
Samkomulag um endurskoðun AGS um mánaðarmótin

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hefur náð samkomulagi við íslensk stjórnvöld um að endurskoðun sjóðsins á efnahagsáætluninni fyrir Íslandi muni ljúka um næstu mánaðarmót, það er í lok ágúst eða byrjun september.Þetta kemur fram í frétt á Bloomberg fréttaveitunni sem vitnar í tölvupóst frá Poul Thomsen aðstoðarforstjóra Evrópudeildar AGS.„Samkomulagið er nú til endurskoðunnar hjá starfsmönnum AGS og síðan þarf að leggja það fyrir stjórn sjóðsins til skoðunar og samþykktar," segir Thomsen í tölvupóstinum. „Stjórnarfundurinn gæti orðið fyrir lok ágúst eða í byrjun september."