Maðurinn með tjakkinn og Evrópusambandið Jón Karl Helgason skrifar 18. apríl 2009 06:00 Dæmisagan um manninn með tjakkinn fjallar um bílstjóra sem verður fyrir því óláni að dekk springur á bíl hans í Hvalfirði um miðja nótt. Bílstjórinn uppgötvar að enginn tjakkur er í bílnum en langt í burtu sér hann ljós á bóndabæ. Hann afræður að ganga af stað og freista þess að fá lánaðan tjakk. Á leiðinni fer hann að velta fyrir sér hvort bóndinn á bænum eigi nothæfan tjakk og, ef svo ólíklega vill til, hvort maðurinn sé þá fáanlegur til að lána hann. Það er slagviðri, bílstjórinn er illa búinn og smám saman tekst honum að sannfæra sig um að bóndinn sé bölvaður nirfill sem muni næsta örugglega taka illa á móti gestinum. Þegar hann kemur loks á bóndabæinn, blautur og kaldur, er hann orðinn svo æstur yfir eigin hugsunum að hann bankar í fússi á útidyrnar og hreytir framan í grandalausan manninn sem opnar: „Þú mátt eiga þinn helvítis tjakk sjálfur.“ Svo þrammar hann til baka niður heimreiðina án þess að frekari samskipti eigi sér stað. Biðleikurinn valinn Afstaða hluta Íslendinga til Evrópusambandsins er sama marki brennd og afstaða bílstjórans í þessari sögu. Af óskiljanlegum ástæðum hræðast þeir fyrirfram samningaviðræður við sambandið. Fyrir skömmu birtist hér í Fréttablaðinu viðtal við Bjarna Benediktsson, verðandi formann Sjálfstæðisflokksins, sem sagði þar meðal annars: „Ég hef verið þeirrar skoðunar að hagsmunum okkar sé betur borgið utan ESB vegna þess að ég er efasemdamaður um að það geti tekist ásættanlegir samningar við ESB á sviði sjávarútvegsmála.“ Með öðrum orðum: „Þú mátt eiga þinn helvítis tjakk sjálfur.“ Í umræddu viðtali viðraði Bjarni þó andstætt viðhorf þegar hann sagði: „Rætt hefur verið um einhliða upptöku annarrar myntar, en ég tel að í gjaldmiðilsmálum sé enginn valkostur við krónuna jafn sterkur og evran með ESB-aðild. Ég vil að við göngum hreint til verks í þessum málum og gerum upp á milli valkosta á næstu árum, en séum ekki að leika marga biðleiki. Ég er talsmaður þess að við tökum afstöðu til Evrópusambandsaðildar. Ég vil að þjóðin öll komi að því að taka afstöðu til þess hvort sá efnahagslegi stöðugleiki sem fengist með evru, sé eftirsóknarverður kostur með tilliti til þeirra fórna sem færa þarf.“ Því miður varð þessi heilbrigða afstaða ekki grundvöllur stjórnmálaályktunar Sjálfstæðisflokksins á landsfundinum sem haldinn var viku eftir að viðtalið við Bjarna birtist. Flokkurinn valdi biðleikina. Tillaga sjálfstæðismanna um að þjóðin kjósi um það eftir ár hvort hún eigi enn síðar að fá tækifæri til að kjósa um aðildarsamning er einungis til þess fallin að drepa málinu á dreif. Tækifæri til að taka afstöðu Nú dregur að kosningum. Óumdeilt er að ný ríkisstjórn stendur frammi fyrir vandasömum og brýnum úrlausnarefnum á vettvangi velferðarmála, efnahagsmála, peningamála og atvinnumála, auk þess sem nauðsynlegt er að leggja nýjar áherslur í þátttöku þjóðarinnar í alþjóðasamstarfi. Aðild að Evrópusambandinu og þátttaka í myntsamstarfi Evrópuríkja eru ekki fljótvirkar töfralausnir en geta, ef ásættanleg niðurstaða fæst úr aðildarviðræðum, lagt grunn að nauðsynlegum framförum á öllum þessum sviðum. Ég er í hópi þeirra sem telja afar brýnt að þjóðin fái tækifæri til að taka upplýsta afstöðu til raunverulegra valkosta í þessu máli sem varðar í senn velferð einstaklinga og heimila, rekstrarumhverfi fyrirtækja og stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. Um er að ræða ákvörðun sem almenningur á lýðræðislegan rétt á að taka milliliðalaust sem allra fyrst. Ég hvet þá sem eru sammála að taka þátt í opinni undirskriftasöfnun á vefslóðinni www.sammala.is. Höfundur er dósent við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Dæmisagan um manninn með tjakkinn fjallar um bílstjóra sem verður fyrir því óláni að dekk springur á bíl hans í Hvalfirði um miðja nótt. Bílstjórinn uppgötvar að enginn tjakkur er í bílnum en langt í burtu sér hann ljós á bóndabæ. Hann afræður að ganga af stað og freista þess að fá lánaðan tjakk. Á leiðinni fer hann að velta fyrir sér hvort bóndinn á bænum eigi nothæfan tjakk og, ef svo ólíklega vill til, hvort maðurinn sé þá fáanlegur til að lána hann. Það er slagviðri, bílstjórinn er illa búinn og smám saman tekst honum að sannfæra sig um að bóndinn sé bölvaður nirfill sem muni næsta örugglega taka illa á móti gestinum. Þegar hann kemur loks á bóndabæinn, blautur og kaldur, er hann orðinn svo æstur yfir eigin hugsunum að hann bankar í fússi á útidyrnar og hreytir framan í grandalausan manninn sem opnar: „Þú mátt eiga þinn helvítis tjakk sjálfur.“ Svo þrammar hann til baka niður heimreiðina án þess að frekari samskipti eigi sér stað. Biðleikurinn valinn Afstaða hluta Íslendinga til Evrópusambandsins er sama marki brennd og afstaða bílstjórans í þessari sögu. Af óskiljanlegum ástæðum hræðast þeir fyrirfram samningaviðræður við sambandið. Fyrir skömmu birtist hér í Fréttablaðinu viðtal við Bjarna Benediktsson, verðandi formann Sjálfstæðisflokksins, sem sagði þar meðal annars: „Ég hef verið þeirrar skoðunar að hagsmunum okkar sé betur borgið utan ESB vegna þess að ég er efasemdamaður um að það geti tekist ásættanlegir samningar við ESB á sviði sjávarútvegsmála.“ Með öðrum orðum: „Þú mátt eiga þinn helvítis tjakk sjálfur.“ Í umræddu viðtali viðraði Bjarni þó andstætt viðhorf þegar hann sagði: „Rætt hefur verið um einhliða upptöku annarrar myntar, en ég tel að í gjaldmiðilsmálum sé enginn valkostur við krónuna jafn sterkur og evran með ESB-aðild. Ég vil að við göngum hreint til verks í þessum málum og gerum upp á milli valkosta á næstu árum, en séum ekki að leika marga biðleiki. Ég er talsmaður þess að við tökum afstöðu til Evrópusambandsaðildar. Ég vil að þjóðin öll komi að því að taka afstöðu til þess hvort sá efnahagslegi stöðugleiki sem fengist með evru, sé eftirsóknarverður kostur með tilliti til þeirra fórna sem færa þarf.“ Því miður varð þessi heilbrigða afstaða ekki grundvöllur stjórnmálaályktunar Sjálfstæðisflokksins á landsfundinum sem haldinn var viku eftir að viðtalið við Bjarna birtist. Flokkurinn valdi biðleikina. Tillaga sjálfstæðismanna um að þjóðin kjósi um það eftir ár hvort hún eigi enn síðar að fá tækifæri til að kjósa um aðildarsamning er einungis til þess fallin að drepa málinu á dreif. Tækifæri til að taka afstöðu Nú dregur að kosningum. Óumdeilt er að ný ríkisstjórn stendur frammi fyrir vandasömum og brýnum úrlausnarefnum á vettvangi velferðarmála, efnahagsmála, peningamála og atvinnumála, auk þess sem nauðsynlegt er að leggja nýjar áherslur í þátttöku þjóðarinnar í alþjóðasamstarfi. Aðild að Evrópusambandinu og þátttaka í myntsamstarfi Evrópuríkja eru ekki fljótvirkar töfralausnir en geta, ef ásættanleg niðurstaða fæst úr aðildarviðræðum, lagt grunn að nauðsynlegum framförum á öllum þessum sviðum. Ég er í hópi þeirra sem telja afar brýnt að þjóðin fái tækifæri til að taka upplýsta afstöðu til raunverulegra valkosta í þessu máli sem varðar í senn velferð einstaklinga og heimila, rekstrarumhverfi fyrirtækja og stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. Um er að ræða ákvörðun sem almenningur á lýðræðislegan rétt á að taka milliliðalaust sem allra fyrst. Ég hvet þá sem eru sammála að taka þátt í opinni undirskriftasöfnun á vefslóðinni www.sammala.is. Höfundur er dósent við Háskóla Íslands.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun