Formúla 1

Keppnisbíll Brawn GP er löglegur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ross Brawn með þeim Rubens Barrichello og Jenson Button.
Ross Brawn með þeim Rubens Barrichello og Jenson Button. Nordic Photos / Getty Images

Heimsráð FIA úrskurðaði í dag að hönnun keppnisbifreiða Brawn GP væri lögleg og því myndu úrslit úr fyrstu tveimur mótum ársins í Formúlu 1-keppnisröðinni standa.

Vitnaleiðslur voru í málinu í gær þar sem því var haldið fram að Brawn, Toyota og Williams hefðu notast við ólöglega hönnun á svokölluðum loftdreifum.

Loftdreifar eru aftan á keppnisbílum og sjá um að miðla loftinu undan þeim. Það voru Ferrari, Renault, BMW og Red Bull sem töldu að hin liðin þrjú hefðu mistúlkað reglur FIA um hönnun búnaðarins.

FIA úrskurðaði í dag að búnaðurinn standist reglur um hönnun keppnisbíla. Það liggur því fyrir að hin keppnisliðin munu breyta sínum bílum til að endurbæta loftflæðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×