Handbolti

Stjarnan rétt marði ÍR

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Patrekur Jóhannesson og hans menn í Stjörnunni unnu ÍR í kvöld.
Patrekur Jóhannesson og hans menn í Stjörnunni unnu ÍR í kvöld. Mynd/Valli
Stjarnan vann ÍR í tvíframlengdum leik, 28-27, í oddaleik liðanna í undanúrslitum umspilskeppninnar um eitt laus sæti í N1-deild karla á næstu leiktíð.

Stjarnan varð í sjöunda sæti N1-deildar karla en ÍR í fjórða sæti 1. deildarinnar. Afturelding var þegar komið í úrslit umspilsins eftir sigur á Selfossi en þessi lið urðu í öðru og þriðja sæti 1. deildarinnar.

Stjarnan vann sem fyrr segir nauman sigur. ÍR átti boltann í síðustu sókn leiksins og í henni missti Stjarnan tvo menn af velli vegna tveggja mínútna brottvísunnar. ÍR átti síðasta skot leiksins en það hafnaði í vörn Stjörnunnar. Þar við sat.

Staðan í hálfleik var 11-10, ÍR í vil, en 22-22 að loknum venjulegum leiktíma. Staðan var svo enn jöfn, 26-26, eftir fyrri framlenginguna.

Ragnar Helgason skoraði sjö mörk fyrir Stjörnuna og Vilhjálmur Halldórsson sex. Hjá ÍR var Andri Friðriksson markahæstur með átta mörk en næstur kom Sigurjón Björnsson með fimm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×