Handbolti

Þýski handboltinn: RN Löwen niðurlægði Lemgo

Ómar Þorgeirsson skrifar
Ólafur Stefánsson átti frábæran leik með RN Löwen í sextán marka sigri gegn Lemgo í þýska handboltanum í kvöld.
Ólafur Stefánsson átti frábæran leik með RN Löwen í sextán marka sigri gegn Lemgo í þýska handboltanum í kvöld. Nordic photos/AFP

Rhein-Neckar Löwen vann 22-38 stórsigur gegn Lemgo á útivelli í sannkölluðum Íslendingaslag en þríeykið Ólafur Stefánsson, Guðjón Valur Sigurðsson og Snorri Steinn Guðjónsson voru í liði RN Löwen og Vignir Svavarsson var í liði Lemgo en Logi Geirsson gat reyndar ekki leikið með vegna meiðsla.

Það varð ljóst snemma leiks Lemgo og Rhein-Neckar Löwen hvar sigurinn myndi enda því gestirnir í RN Löwen fóru hreinlega á kostum, bæði í vörn og sókn.

RN Löwen leiddi leikinn 1-7 eftir tíu mínútur og heimamenn í Lemgo voru aðeins búnir að skora 4 mörk þegar tuttugu mínútur voru komnar á leikklukkuna.

Staðan í hálfleik var 7-17 og Ólafur nokkur Stefánsson var atkvæðamestur hjá RN Löwen með sex mörk.

RN Löwen hafði föst tök á leiknum í síðari hálfleik og jók á forystuna þegar leið á hálfleikinn en lokatölur urðu sem segir 22-38.

Ólafur endaði leikinn með 8 mörk, Snorri Steinn skoraði 3 mörk og Guðjón Valur 1 mark en markvörðurinn Henning Fritz átti stórleik í markinu.

Vignir Svavarsson skoraði 3 mörk fyrir Lemgo.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×