Sport

Aftur tapaði Söderling fyrir Federer

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Federer í viðureigninni gegn Söderling í dag.
Federer í viðureigninni gegn Söderling í dag. Nordic Photos / AFP

Roger Federer er kominn áfram í fjórðungsúrslit Wimbledon-mótsins í tennis eftir að hafa borið sigur úr býtum gegn Robin Söderling frá Svíþjóð í 16-manna úrslitum í dag.

Þessir kappar mættust í úrslitum opna franska meistaramótsins fyrr í mánuðinum og hafði Federer betur í þremur settum gegn engu, rétt eins og nú.

Í þetta sinn náði Söderling að standa betur í Federer sem þurfti tvö oddasett til að vinna sigur. Hann vann fyrsta settið 6-4 og svo næstu tvö 7-6.

„Þetta hefur vissulega ekki verið auðvelt," sagði Federer eftir viðureignina spurður hvort hann væri ekki búinn að fá nægilega sterka andstæðinga í mótinu til þessa. „Allir þeir sem ég hef mætt til þessa eru góðir og búa yfir sínum földu hæfileikum sem er ef til vill ekki mikið talað um. Ég er því fyrst og fremst ánægður með að hafa komist áfram og er spenntur fyrir næstu viðureign."

Á sama tíma í dag mættust Igor Andreev frá Rússlandi og Þjóðverjinn Tommy Haas þar sem sá síðarnefndi bar sigur úr býtum, 7-6, 6-4 og 6-4.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×