Fótbolti

Drogba dregur sig úr landsliðinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Didier Drogba hefur dregið sig úr landsliðshópi Fílabeinsstrandarinnar fyrir leikinn gegn Gíneu í undankeppni HM um helgina. Hann gæti þó spilað gegn Þjóðverjum næsta miðvikudag.

Talið er að Drogba sé með meiðsli á bringunni eftir viðskipti sín við Jonny Evans síðasta sunnudag.

Hann hefur verið í meðferð vegna meiðslanna í London og vonast til þess að ná leiknum gegn Þjóðverjum.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×