Telur brottvikningu forstjóra Tals ólögmæta 1. janúar 2009 14:14 Jóhann Óli Guðmundsson Mikil átök hafa blossað upp á milli stærstu hluthafa símafélagsins Tals og var forstjóra fyrirtækisins, Hermanni Jónssyni, vikið tafarlaust frá störfum þann 26. desember síðastliðinn, auk þess sem samningi sem Tal hafði skömmu áður gert við Símann var rift. Jóhann Óli Guðmundsson, sem fer með 49 prósenta hlut í Tali á móti 51 prósents hlut Teymis er afar ósáttur við vinnubrögð meirihluta stjórnar og segir ákvörðunina ólögmæta. Forsaga málsins er sú að Tal gerði samning um aðgang að dreifikerfi Símans frá og með áramótum. Hingað til hefur Tal haft samning við Vodafone um aðgang að dreifikerfi þess en jafnframt verið með reikisamning við Símann með milligöngu Vodafone. Póst- og fjarskiptastofnun úrskurðaði hins vegar á dögunum að samningar með milligöngu þriðja aðila, Vodafone í þessu tilfelli, væru óheimilir og því þurfti Tal að velja á milli dreifikerfa Símans eða Vodafone. Ákveðið var að ganga til samninga við Símann á Þorláksmessu. Þessu vildi meirihluti stjórnar Tals ekki una og því var samningnum rift og Hermanni sagt upp störfum. Jóhann Óli sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem bent er á að á stjórnarfundi Tals 11. desember sl. hefði forstjóra Tals verið falið að „leysa málið á næstu dögum með hag félagsins og viðskiptavina að leiðarljósi." og því hafi Hermann ákveðið að semja við Símann. „Á stjórnarfundi Tals 29. desember dró hins vegar til tíðinda þegar fulltrúar Teymis í stjórn félagsins, tilkynntu að þeir hefðu einhliða rift fyrrgreindum samningi og jafnframt ákveðið að víkja forstjóra félagsins umsvifalaust frá störfum," segir Jóhann Óli í yfirlýsingunni. „Ég tel þessa ákvörðun ólögmæta og ekki í samræmi við samþykktir félagsins. Hermann hefur staðið sig afar vel í starfi og ætíð gætt hagsmuna Tals í sínum störfum. Yfirlýsing Þórdísar J. Sigurðardóttur, stjórnarformanns Tals í Morgunblaðinu í dag vekur og furðu mína þar sem hún fullyrðir að Hermann hafi ekki haft umboð stjórnar til að semja um þetta mál. Hún var sjálf á þeim stjórnarfundi þar sem hann var hvattur til að finna lausn á vandamálinu og tryggja samning um hagsmuni félagsins. Allt þetta kemur skýrt fram í fundargerð stjórnar Tals frá 11. desember sl.," segir Jóhann Óli ennfremur. Hann fullyrðir ennfremur að fyrir fulltrúum Teymis hafi fyrst og fremst vakað að gæta hagsmuna Vodafone frekar en hluthafa og viðskiptavina Tals. „Það er grafalvarlegt mál og hlýtur að koma til frekari skoðunar samkeppnisyfirvalda," segir Jóhann Óli að lokum. Mest lesið Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Mikil átök hafa blossað upp á milli stærstu hluthafa símafélagsins Tals og var forstjóra fyrirtækisins, Hermanni Jónssyni, vikið tafarlaust frá störfum þann 26. desember síðastliðinn, auk þess sem samningi sem Tal hafði skömmu áður gert við Símann var rift. Jóhann Óli Guðmundsson, sem fer með 49 prósenta hlut í Tali á móti 51 prósents hlut Teymis er afar ósáttur við vinnubrögð meirihluta stjórnar og segir ákvörðunina ólögmæta. Forsaga málsins er sú að Tal gerði samning um aðgang að dreifikerfi Símans frá og með áramótum. Hingað til hefur Tal haft samning við Vodafone um aðgang að dreifikerfi þess en jafnframt verið með reikisamning við Símann með milligöngu Vodafone. Póst- og fjarskiptastofnun úrskurðaði hins vegar á dögunum að samningar með milligöngu þriðja aðila, Vodafone í þessu tilfelli, væru óheimilir og því þurfti Tal að velja á milli dreifikerfa Símans eða Vodafone. Ákveðið var að ganga til samninga við Símann á Þorláksmessu. Þessu vildi meirihluti stjórnar Tals ekki una og því var samningnum rift og Hermanni sagt upp störfum. Jóhann Óli sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem bent er á að á stjórnarfundi Tals 11. desember sl. hefði forstjóra Tals verið falið að „leysa málið á næstu dögum með hag félagsins og viðskiptavina að leiðarljósi." og því hafi Hermann ákveðið að semja við Símann. „Á stjórnarfundi Tals 29. desember dró hins vegar til tíðinda þegar fulltrúar Teymis í stjórn félagsins, tilkynntu að þeir hefðu einhliða rift fyrrgreindum samningi og jafnframt ákveðið að víkja forstjóra félagsins umsvifalaust frá störfum," segir Jóhann Óli í yfirlýsingunni. „Ég tel þessa ákvörðun ólögmæta og ekki í samræmi við samþykktir félagsins. Hermann hefur staðið sig afar vel í starfi og ætíð gætt hagsmuna Tals í sínum störfum. Yfirlýsing Þórdísar J. Sigurðardóttur, stjórnarformanns Tals í Morgunblaðinu í dag vekur og furðu mína þar sem hún fullyrðir að Hermann hafi ekki haft umboð stjórnar til að semja um þetta mál. Hún var sjálf á þeim stjórnarfundi þar sem hann var hvattur til að finna lausn á vandamálinu og tryggja samning um hagsmuni félagsins. Allt þetta kemur skýrt fram í fundargerð stjórnar Tals frá 11. desember sl.," segir Jóhann Óli ennfremur. Hann fullyrðir ennfremur að fyrir fulltrúum Teymis hafi fyrst og fremst vakað að gæta hagsmuna Vodafone frekar en hluthafa og viðskiptavina Tals. „Það er grafalvarlegt mál og hlýtur að koma til frekari skoðunar samkeppnisyfirvalda," segir Jóhann Óli að lokum.
Mest lesið Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira