Innlent

Mesti fjöldi þinglýstra kaupsamninga það sem af árinu

50 kaupsamningum vegna fasteignakaupa var þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku og er það mesti fjöldi samninga á einni viku það sem af er þessu ári. Heildarveltan nam rúmum tveimur milljörðum króna.

Til samanburðar má nefna að á sama tíma í fyrra var 62 kaupsamningum þinglýst á höfuðborgarsvæðinu en árið 2007 voru þeir 226 talsins.

Heildarveltan í fyrra var 1,7 milljarður en rúmir 8 milljarðar árið 2007.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×