Innlent

Guðjón fundar um framtíðina

Guðjón Arnar Kristjánsson.
Guðjón Arnar Kristjánsson. Mynd/GVA
Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, efnir til fundar í dag með flokksmönnum og hyggst hann ræða stöðu flokksins og þjóðmálin.

Frjálslyndi flokkurinn þurrkaðist út af þingi þegar hann hlaut 2,2% atkvæða í kosningunum fyrir hálfum mánuði.

Guðjón Arnar hefur sagt að hann vilji að flokkurinn starfi áfram. Hann sagði í samtali við fréttastofu 30. apríl að flokksmenn horfi til sveitastjórnarkosninganna að ári. „Ég skynja mikinn hug í fólki að bjóða fram að nýju," sagði Guðjón.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×