„Ég er svona Samúel Örn þessara kosninga," segir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar sem segir það ekki sáluhjálparatriði hvort hann detti inn sem jöfnunarþingmaður eða einhver annar Samfylkingarmaður. Hann telur gott gengi Samfylkingarinnar útskýrast á evrópustefnu flokksins.
Lúðvík vermir fimmta sætið í suðvesturkjördæminu samkvæmt nýjustu tölum sem voru að berast frá Suðvesturkjördæmi.
Fórnargjaldið er Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem datt út.