Viðskipti innlent

Gengi Century Aluminum rýkur upp um hundruð prósenta

Úr álveri Norðuráls.
Úr álveri Norðuráls.

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, hækkaði um 10,76 prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta er langmesta hækkun dagsins. Gengi hlutabréfa í félaginu náði lægsta gildi, 135,5 krónum á hlut snemma í mars. Það stendur nú í 988 krónum á hlut og jafngildir það 629 prósenta hækkun á tímabilinu.

Á sama tíma hækkaði gengi Bakkavarar um 0,79 prósent í dag og Marel Food Systems um 0,2 prósent.

Gengi hlutabréfa í Alfesca féll hins vegar um 7,94 prósent og Össurar um 0,52 prósent.

Stökk Century Aluminum hífði gömlu Úrvalsvísitöluna upp um 10,14 prósent og endaði hún í 240 stigum.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×