Kristján Einar lánsamur að geta keppt 6. maí 2009 09:57 Kristján keppti á Valencia brautinn á Spáni um helgina og kveðst lánsamur að hafa komist á ráslínuna þrátt fyrir efnahagskreppuna. mynd: kappakstur.is Kristján Einar Kristjánsson lauk keppni um helgina í sinni fyrstu Formúlu 3 keppni á þessu ári, en hann keppir í opnu evrópsku Formúlu 3 mótaröðinni sem er skipulögð af Spánverjum og fer fram víða í Evrópu, m.a. á þekktum Formúlu 1 brautum. "Allar mótaraðir heimsins eru að fá stór högg í fjölda ökumanna og ég þekki marga reyndari ökumenn sem hafa misst samstarfsaðila og ekki náð að fjámagna áframhaldandi keppni í ár. Það hefur fækkað alls staðar. Mótaröðin sem ég keppti í á síðasta ári, breska Formúla 3 hefur farið úr 36 bílum niður í 18 í ár. Opna Evrópska er á sínu fyrsta ári, en hún byggir á Spænsku Formúlu 3 og þar kepptu 32 bílarí fyrra, en í ár erum við 22", segir Kristján Einar sem keppti í Formúlu 3 í Bretlandi í fyrra. "Ástæða þessarar fækkunar er alls staðar sú sama - í efnahagskreppu eru markaðsstyrkir, íþróttaamstarf og þess háttar með því fyrsta sem fyrirtæki skera niður. Ég geri mér fyllilega grein fyrir þessu ofan á þá staðreynd sem ástandið á Íslandi er og vegna þessa er þvílíkur léttir að vera kominn af stað í keppni og tilfinningin sem ég fékk við að ræsa í fyrsta Valencia F3 kappakstrinum var tær hamingja og stolt yfir því að vera í brautinni." Sjá blogg Kristjáns um kappaksturinn Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Kristján Einar Kristjánsson lauk keppni um helgina í sinni fyrstu Formúlu 3 keppni á þessu ári, en hann keppir í opnu evrópsku Formúlu 3 mótaröðinni sem er skipulögð af Spánverjum og fer fram víða í Evrópu, m.a. á þekktum Formúlu 1 brautum. "Allar mótaraðir heimsins eru að fá stór högg í fjölda ökumanna og ég þekki marga reyndari ökumenn sem hafa misst samstarfsaðila og ekki náð að fjámagna áframhaldandi keppni í ár. Það hefur fækkað alls staðar. Mótaröðin sem ég keppti í á síðasta ári, breska Formúla 3 hefur farið úr 36 bílum niður í 18 í ár. Opna Evrópska er á sínu fyrsta ári, en hún byggir á Spænsku Formúlu 3 og þar kepptu 32 bílarí fyrra, en í ár erum við 22", segir Kristján Einar sem keppti í Formúlu 3 í Bretlandi í fyrra. "Ástæða þessarar fækkunar er alls staðar sú sama - í efnahagskreppu eru markaðsstyrkir, íþróttaamstarf og þess háttar með því fyrsta sem fyrirtæki skera niður. Ég geri mér fyllilega grein fyrir þessu ofan á þá staðreynd sem ástandið á Íslandi er og vegna þessa er þvílíkur léttir að vera kominn af stað í keppni og tilfinningin sem ég fékk við að ræsa í fyrsta Valencia F3 kappakstrinum var tær hamingja og stolt yfir því að vera í brautinni." Sjá blogg Kristjáns um kappaksturinn
Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira