Erlent

Þjóðverjar hvetja til aðgerða gegn kreppunni

Peer Steinbrück, fjármálaráðherra Þýskalands.
Peer Steinbrück, fjármálaráðherra Þýskalands.
Þjóðverjar hvetja nú stærstu iðnríki heims til að grípa strax til aðgerða gegn efnahagskreppunni. Fjármálaráðherra sjö helstu iðnríkja heims funda nú í Róm á Ítalíu.

Stærstu iðnríki heims glíma nú við vaxandi samdrátt en Þjóðverjar hafa varað við því að ástandið eigi jafnvel eftir að versna. Þýskur efnhagur dróst saman 2,1 prósent á fjórða ársfjórðungi síðasta árs sem er mesti samdráttur í Þýskalandi frá lokum kaldastríðsins.

Peer Steinbrück, fjármálaráðherra Þýskalands, vill að iðnríkin bregðist strax við efnhagslægðinni með því að dæla peningum inn í hagkerfið og lækka skatta.

Á fundi fjármálaráðherra, G7 ríkjanna, sjö helstu iðnríkja heims verður meðal annars rætt um nauðsyn þess að endurskoða regluverk fjármálaheimsins. Þá eru vaxandi áhyggjur um að þjóðir bregðist við samdrættinum með hvers konar verndartollum.

Mörg ríki gripu þessra ráðstafana þegar heimskreppan gekk yfir á fjórða áratug síðustu aldar en margir hagfræðingar telja að það hafi í raun haft þveröfug áhrif og gert kreppuna verri og lengri en ella.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×