Barnsmóðir ofbeldismannsins vildi vitna um kynóra hans Magnús Már Guðmundsson skrifar 8. júlí 2009 13:58 Myndin er sviðsett. Mynd/Nordicphotos/Getty Barnsmóðir og fyrrum sambýliskona mannsins sem í gær var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir gróft líkamlegt ofbeldi vildi vitna um kynóra mannsins en fékk ekki. Þau bjuggu saman á árunum 1991 til 1998 og eignuðust saman dóttur. Maðurinn, sem er fæddur 1972, var dæmdur fyrir fjölmargar líkamsárásir og 15 alvarleg kynferðisbrot gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni. Brotin áttu sér stað 2006 fram í ársbyrjun 2008 hér á landi og erlendis. Maðurinn var jafnframt dæmdur fyrir að hafa ráðist á föður sinn og hótað honum lífláti. Meðal annars neyddi maðurinn konuna til samræðis og annarra kynferðismaka við 11 aðra karlmenn.Vildi kynlíf með fleirum - Hæstiréttur klofnaði Í lögregluskýrslu sem tekin var af barnsmóður mannsins í janúar 2008 greindi hún frá því að ofbeldismaðurinn hafi viljað kynlíf með fleirum en hún hafi aldrei tekið það til greina. Ákæruvaldið taldi nauðsynlegt að barnsmóðirin kæmi fyrir dóminn til að vitna um meintar kynferðislegar hvatir mannsins og ofbeldishneigð hans. Lögmaður mannsins fór hins vegar fram á að barnsmóðurinni yrði meinað að vitna í málinu. Ætlunin væri einungis að sverta manninn í augum dómsins með framburði hennar. Héraðsdómur úrskurðaði 28. apríl að barnsmóðirin mætti vitna og gefa skýrslu í málinu. Þeim úrskurði áfrýjaði ofbeldismaðurinn til Hæstaréttar sem snéri úrskurðinum við, en klofnaði um leið í afstöðu sinni.Frétti um málið í fjölmiðlum Dóttir mannsins dvaldi reglulega á heimili hans meðan á lögreglurannsókn stóð. Fram kom í Fréttablaðinu í ágúst 2008 að móðirin hafi frétt af alvarleika brota mannsins í fjölmiðlum. Hún undraðist að lögregla hafi ekki haldið barnaverndaryfirvöldum upplýstum um gang rannsóknarinnar frá því að málið kom fyrst upp. Í framhaldinu ákvað konan að láta dóttur sína ekki framar í hendur mannsins. Tengdar fréttir Samfélagið þarf að senda kynferðisbrotamönnum ákveðin skilaboð „Mér finnst jákvætt hvað dómurinn er þó langur. Það er kannski ekki að maður sé að gleðjast yfir þungri refsingu í fangelsi, mér finnst það svo kannski annað mál, en mér finnst mikilvægt að samfélagið gefi skilaboð til ofbeldismanna að svona sé ekki liðið," segir Thelma Ásdísardóttir Stígamótarkona um dóm yfir manni sem var dæmdur fyrir margvíslegt ofbeldi, 8. júlí 2009 13:58 Ofbeldisfulli sambýlismaðurinn áfrýjar til Hæstaréttar Karlmaðurinn sem var í dag dæmdur í átta ára fangelsi fyrir fjölmargar líkamsárásir og 15 alvarleg kynferðisbrot gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni mun að öllum líkindum áfrýja dóminum til Hæstaréttar, að sögn Hilmars Ingimundarsonar lögmanns mannsins. Hann reiknar með að aðalkrafan verði að upphaflegu ákærunni verði vísað frá vegna vanhæfis ríkissaksóknara og sett saksóknara sem gaf út ákæruna í málinu. 7. júlí 2009 17:30 Óvíst hvort að sambýliskona ofbeldismannsins nái sér að fullu Kona mannsins sem fékk átta ára fangelsisdóm fyrir gróft líkamlegt ofbeldi hlaut mikið andlegt tjón eftir þær barsmíðar og misnotkun sem hún varð fyrir. Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Settur saksóknari í málinu segir óvíst að hún nái sér að fullu. 8. júlí 2009 12:39 Neyddi sambýliskonu sína til kynmaka með öðrum mönnum Karlmaður var í dag dæmdur í 8 ára fangelsi fyrir fjölmargar líkamsárásir og 15 alvarleg kynferðisbrot gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni. Meðal annars neyddi maðurinn konuna til samræðis og annarra kynferðismaka við 11 aðra karlmenn. Maðurinn var jafnframt dæmdur fyrir að hafa ráðist á föður sinn og hótað honum lífláti. Manninum er gert að greiða konunni 3,8 milljónir króna í miskabætur. 7. júlí 2009 13:56 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Sjá meira
Barnsmóðir og fyrrum sambýliskona mannsins sem í gær var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir gróft líkamlegt ofbeldi vildi vitna um kynóra mannsins en fékk ekki. Þau bjuggu saman á árunum 1991 til 1998 og eignuðust saman dóttur. Maðurinn, sem er fæddur 1972, var dæmdur fyrir fjölmargar líkamsárásir og 15 alvarleg kynferðisbrot gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni. Brotin áttu sér stað 2006 fram í ársbyrjun 2008 hér á landi og erlendis. Maðurinn var jafnframt dæmdur fyrir að hafa ráðist á föður sinn og hótað honum lífláti. Meðal annars neyddi maðurinn konuna til samræðis og annarra kynferðismaka við 11 aðra karlmenn.Vildi kynlíf með fleirum - Hæstiréttur klofnaði Í lögregluskýrslu sem tekin var af barnsmóður mannsins í janúar 2008 greindi hún frá því að ofbeldismaðurinn hafi viljað kynlíf með fleirum en hún hafi aldrei tekið það til greina. Ákæruvaldið taldi nauðsynlegt að barnsmóðirin kæmi fyrir dóminn til að vitna um meintar kynferðislegar hvatir mannsins og ofbeldishneigð hans. Lögmaður mannsins fór hins vegar fram á að barnsmóðurinni yrði meinað að vitna í málinu. Ætlunin væri einungis að sverta manninn í augum dómsins með framburði hennar. Héraðsdómur úrskurðaði 28. apríl að barnsmóðirin mætti vitna og gefa skýrslu í málinu. Þeim úrskurði áfrýjaði ofbeldismaðurinn til Hæstaréttar sem snéri úrskurðinum við, en klofnaði um leið í afstöðu sinni.Frétti um málið í fjölmiðlum Dóttir mannsins dvaldi reglulega á heimili hans meðan á lögreglurannsókn stóð. Fram kom í Fréttablaðinu í ágúst 2008 að móðirin hafi frétt af alvarleika brota mannsins í fjölmiðlum. Hún undraðist að lögregla hafi ekki haldið barnaverndaryfirvöldum upplýstum um gang rannsóknarinnar frá því að málið kom fyrst upp. Í framhaldinu ákvað konan að láta dóttur sína ekki framar í hendur mannsins.
Tengdar fréttir Samfélagið þarf að senda kynferðisbrotamönnum ákveðin skilaboð „Mér finnst jákvætt hvað dómurinn er þó langur. Það er kannski ekki að maður sé að gleðjast yfir þungri refsingu í fangelsi, mér finnst það svo kannski annað mál, en mér finnst mikilvægt að samfélagið gefi skilaboð til ofbeldismanna að svona sé ekki liðið," segir Thelma Ásdísardóttir Stígamótarkona um dóm yfir manni sem var dæmdur fyrir margvíslegt ofbeldi, 8. júlí 2009 13:58 Ofbeldisfulli sambýlismaðurinn áfrýjar til Hæstaréttar Karlmaðurinn sem var í dag dæmdur í átta ára fangelsi fyrir fjölmargar líkamsárásir og 15 alvarleg kynferðisbrot gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni mun að öllum líkindum áfrýja dóminum til Hæstaréttar, að sögn Hilmars Ingimundarsonar lögmanns mannsins. Hann reiknar með að aðalkrafan verði að upphaflegu ákærunni verði vísað frá vegna vanhæfis ríkissaksóknara og sett saksóknara sem gaf út ákæruna í málinu. 7. júlí 2009 17:30 Óvíst hvort að sambýliskona ofbeldismannsins nái sér að fullu Kona mannsins sem fékk átta ára fangelsisdóm fyrir gróft líkamlegt ofbeldi hlaut mikið andlegt tjón eftir þær barsmíðar og misnotkun sem hún varð fyrir. Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Settur saksóknari í málinu segir óvíst að hún nái sér að fullu. 8. júlí 2009 12:39 Neyddi sambýliskonu sína til kynmaka með öðrum mönnum Karlmaður var í dag dæmdur í 8 ára fangelsi fyrir fjölmargar líkamsárásir og 15 alvarleg kynferðisbrot gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni. Meðal annars neyddi maðurinn konuna til samræðis og annarra kynferðismaka við 11 aðra karlmenn. Maðurinn var jafnframt dæmdur fyrir að hafa ráðist á föður sinn og hótað honum lífláti. Manninum er gert að greiða konunni 3,8 milljónir króna í miskabætur. 7. júlí 2009 13:56 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Sjá meira
Samfélagið þarf að senda kynferðisbrotamönnum ákveðin skilaboð „Mér finnst jákvætt hvað dómurinn er þó langur. Það er kannski ekki að maður sé að gleðjast yfir þungri refsingu í fangelsi, mér finnst það svo kannski annað mál, en mér finnst mikilvægt að samfélagið gefi skilaboð til ofbeldismanna að svona sé ekki liðið," segir Thelma Ásdísardóttir Stígamótarkona um dóm yfir manni sem var dæmdur fyrir margvíslegt ofbeldi, 8. júlí 2009 13:58
Ofbeldisfulli sambýlismaðurinn áfrýjar til Hæstaréttar Karlmaðurinn sem var í dag dæmdur í átta ára fangelsi fyrir fjölmargar líkamsárásir og 15 alvarleg kynferðisbrot gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni mun að öllum líkindum áfrýja dóminum til Hæstaréttar, að sögn Hilmars Ingimundarsonar lögmanns mannsins. Hann reiknar með að aðalkrafan verði að upphaflegu ákærunni verði vísað frá vegna vanhæfis ríkissaksóknara og sett saksóknara sem gaf út ákæruna í málinu. 7. júlí 2009 17:30
Óvíst hvort að sambýliskona ofbeldismannsins nái sér að fullu Kona mannsins sem fékk átta ára fangelsisdóm fyrir gróft líkamlegt ofbeldi hlaut mikið andlegt tjón eftir þær barsmíðar og misnotkun sem hún varð fyrir. Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Settur saksóknari í málinu segir óvíst að hún nái sér að fullu. 8. júlí 2009 12:39
Neyddi sambýliskonu sína til kynmaka með öðrum mönnum Karlmaður var í dag dæmdur í 8 ára fangelsi fyrir fjölmargar líkamsárásir og 15 alvarleg kynferðisbrot gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni. Meðal annars neyddi maðurinn konuna til samræðis og annarra kynferðismaka við 11 aðra karlmenn. Maðurinn var jafnframt dæmdur fyrir að hafa ráðist á föður sinn og hótað honum lífláti. Manninum er gert að greiða konunni 3,8 milljónir króna í miskabætur. 7. júlí 2009 13:56