Viðskipti innlent

Kaupþing yfirtekur Mosaic Fashion

Kaupþing mun að öllum líkindum yfirtaka Mosaic Fashion á næstu dögum. Félagið, sem er í 49 prósenta eigu Baugs, hefur átt í miklum rekstrarerfiðleikum undanfarið og nam tap á síðasta ári 8,6 milljörðum króna. Félagið hefur verið í viðræðum við skilanefnd Kaupþings um endurskipulagningu undanfarið. Kaupþing á 20 prósenta hlut í félaginu auk þess sem bankinn er stærsti lánadrottinn félagsins. Gangi þetta eftir er ljóst að Kaupþing mun þurfa að veita Mosaic frekari lán til að halda rekstrinum gangandi. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa margir sýnt því áhuga að kaupa félagið á slikk. Einn þeirra mun vera Kevin Stanford, viðskiptafélagi Baugsmanna, sem á tæp 7 prósent í félaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×