Ísland numið á árunum 700 til 750 Kristján Már Unnarsson skrifar 16. mars 2009 19:06 Margrét Hermanns Auðardóttir segir bæði fornleifarannsóknir og frjógreiningar hafa staðfest að Ísland var numið mun fyrr en opinberlega er viðurkennt. Hún telur tregðu sagnfræðinga um að kenna að Íslandssagan sé ekki endurskrifuð.Fornleifafræðingar á Alþingisreitnum eru komnir niður á mannvistarleifar sem benda til að menn hafi verið búnir að setjast að nokkru áður en sagan segir að Ingólfur Arnarson hafi byggt sinn bústað. Það var hins vegar doktorsritgerð Margrétar Hermanns Auðardóttur fyrir tuttugu árum, sem byggði bæði á rannsóknum í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum og Kvosinni í Reykjavík, sem fyrst storkaði fyrir alvöru hinni opinberu söguskoðun að Ísland hefði verið numið í kringum árið 874.Margrét segir að elsta byggð sé örugglega eldri, - og ekki ólíklega allnokkru eldri en frá 874. Þetta hafi ekki aðeins aldursgreiningar mannvistarleifa sýnt heldur einnig frjógreiningar sem sýna gróðurfarsbreytingar vegna búsetu manna. En hversvegna er þá sögukennslunni ekki breytt í skólum?Margrét segir greinilega tregðu í íslenskri sagnfræðingastétt. Hún telur stöðu fornleifafræðinnar innan háskólasamfélagsins á Íslandi einnig skipta máli. Hún sé ekki sjálfstæð heldur einskonar stoðgrein sagnfræði. Fornleifafræðin þurfi að verða frjáls.En hvaða ártal eiga Íslendingar að nota í staðinn fyrir 874? Ekkert eitt, telur Margrét, fremur líklegt árabil. Á fyrri hluta áttundu aldar, á árunum 700 til 750, - þá gætu menn hafa byrjað að setjast hér að, svarar hún.Hún gefur lítið fyrir að þeir fyrstu hafi bara verið papar. Engar minjar hafi enn fundist um að hér hafi írskir menn verið upphaflega. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Margrét Hermanns Auðardóttir segir bæði fornleifarannsóknir og frjógreiningar hafa staðfest að Ísland var numið mun fyrr en opinberlega er viðurkennt. Hún telur tregðu sagnfræðinga um að kenna að Íslandssagan sé ekki endurskrifuð.Fornleifafræðingar á Alþingisreitnum eru komnir niður á mannvistarleifar sem benda til að menn hafi verið búnir að setjast að nokkru áður en sagan segir að Ingólfur Arnarson hafi byggt sinn bústað. Það var hins vegar doktorsritgerð Margrétar Hermanns Auðardóttur fyrir tuttugu árum, sem byggði bæði á rannsóknum í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum og Kvosinni í Reykjavík, sem fyrst storkaði fyrir alvöru hinni opinberu söguskoðun að Ísland hefði verið numið í kringum árið 874.Margrét segir að elsta byggð sé örugglega eldri, - og ekki ólíklega allnokkru eldri en frá 874. Þetta hafi ekki aðeins aldursgreiningar mannvistarleifa sýnt heldur einnig frjógreiningar sem sýna gróðurfarsbreytingar vegna búsetu manna. En hversvegna er þá sögukennslunni ekki breytt í skólum?Margrét segir greinilega tregðu í íslenskri sagnfræðingastétt. Hún telur stöðu fornleifafræðinnar innan háskólasamfélagsins á Íslandi einnig skipta máli. Hún sé ekki sjálfstæð heldur einskonar stoðgrein sagnfræði. Fornleifafræðin þurfi að verða frjáls.En hvaða ártal eiga Íslendingar að nota í staðinn fyrir 874? Ekkert eitt, telur Margrét, fremur líklegt árabil. Á fyrri hluta áttundu aldar, á árunum 700 til 750, - þá gætu menn hafa byrjað að setjast hér að, svarar hún.Hún gefur lítið fyrir að þeir fyrstu hafi bara verið papar. Engar minjar hafi enn fundist um að hér hafi írskir menn verið upphaflega.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira