Helga Margrét Þorsteinsdóttir, Ármanni, náði í dag besta árangri ársins í sjöþraut nítján ára og yngri í sjöþraut kvenna. Hún er því efst á heimslistanum í þeim flokki.
Hún var fyrir mótið í öðru sæti heimslistans en fór nú upp fyrir Vanessu Spinolu frá Brasilílu sem á best 5763 stig. Helga Margrét kláraði í dag þraut á móti í Tékklandi og hlaut alls 5878 stig. Hún var ekki nema 22 stigum að tryggja sig inn á HM í frjálsíþróttum sem fer fram í Berlín í ágúst.
Helga Margrét er ekki nema sauján ára gömul og á því rétt á að keppa á HM unglinga nítján ára og yngri á næsta ári.
Hún situr nú í 31. sæti í heimslista kvenna í sjöþraut og er með næstbesta árangur allra kvenna á Norðurlöndunum í greininni. Jessica Samuelson frá Svíþjóð er með besta árangur ársins, 5879 stig, en hún er 24 ára gömul.