Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing frestaði enn á ný afhendingu og jómfrúrflugi, Dreamliner 787 , nýjustu þotunnar sem flaggað hefur verið um nokkurra ára skeið sem helsta trompi fyrirtækisins.
Boeing gaf þá skýringu í gær að styrkja hafi þurft skokk flugvélarinnar fyrir afhendinguna.
Bandaríska dagblaðið Wall Street Journal benti á að þetta hafi verið í fimmta skiptið sem afhending fyrstu þotunnar dregst og sé hún nú tveimur árum á eftir áætlun.
Gengi hlutabréfa Boeing féll um níu prósent við upphaf viðskipta á bandarískum hlutabréfamarkaði í gær en fjármálaskýrendur telja tafirnar rýra trúverðugleika fyrirtækisins.
- jab